Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.10.1932, Qupperneq 13
SKINFAXI 137 hér á ferð, læiur svo um mælt, að furutrén sum á Þing- völlum sé þroskavænlegust eftir aldri allra þeirra, sem liann hcfir séð. Veitið þessu athygli, Ungmennafélagar! Það væri sæmilegust afmælisákvörðun nú á 25 ára afmælinu, að hefja nýja, ötula, en umfram allt þrautseiga sókn um skógræktina. Þar er um auðveldara verk að ræða, en okkur hefir grunað — úr því að þessu er svona farið um furuna á Þingvöllum! Og enn er ekki liinum mæta manni Tryggva Gunn- arssyni launaður Þrastaskógur! Ungmennafélagar! Verið þess minnug, að sú gjöf var áheit — áheit eins tiins ágætasta umbótamanns, sem þjóðin liefir alið. Hann hét á æsku landsins og þá fyrsl og fremst á Ung- mennafélögin, að reynast þrautseig við að endurklæða Jandið skógi. Skinfaxi hét blað Ungmennafélaganna, sem Sam- bandið gaf út. Tvö fyrstu árin voru þeir Helgi Valtýsson og Guðm. Hjaltáson ritstjórar hans. En árið 1911 tók við honum Jónas Jónsson, síðar ráðherra. Undir lians stjórn náði þetta blað inikluin vinsæld- um og miklum áhrifum. Má fullyrða, að áhrif þau, sem þessi bráðþroska og gáfaði æskumaður hafði orðið fyrir á námsferðum sin- um um nágrannalöndin, liafi víkkað sjóndeildarhring lesendanna eigi all-lítið. — Einn árangurinn og vísast sá merkasti af starf- semi Ungmennafélaganna var fólginn í sjálfsupp- eldi því, sem þau lögðu áherzlu á. Kom það fram í þvi, að félagarnir voru hetur húnir undir starf hins fulltíða manns fyrir þá áreynslu og þau áhrif, sem félagshreyfingiu liafði haft á þá.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.