Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 7

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 7
SKINFAXI 87 sagt upp svo fljótt sem lög standa til, og jafnframt íJiuga, á hvern hátt utanríkismálum vorum verði komið fyrir sem haganlegast og tryggilegast, er vér tökum þau að fullu í vorar hendur. — Þessu svaraði forsætis- ráðherra, Tryggvi Þórhallsson, fyrir sína hönd, Framsóknarflokksins og rikisstjórnarinnar afdráttar- laust játandi. Samskonar ákveðnar umsagnir fluttu framsögumenn allra þingflokka fyrir sína hönd og flokksmanna sinna. Á sama þingi, 1928, flutti Héðinn Yaldimarsson með lagabreyting tillögu um stofnun fastrar þingnefndar — utanrikismálanefndar, er starfa skyldi (einnig) milli þinga og vera stjórninni til ráðuneytis um utanrikis- mál. Tillagan hlaut samhljóða atkvæði. Nefndin var því næst kosin og hefir sífellt færzt i aukana. Er nú stofnuð sérstök utanríkismála-deild í stjórnarráði, sem lýtur undir forsætisráðlierra, er fer með þessi mál. — Yar þetta þarfleg og veigamikil ráðstöfun. Þá gerði Alþingi 1937 (skipað þeim mönnum, sem enn eiga þar sæti) næsta merkilega ályktun í samein- uðu þingi, er svo segir: Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að undirhúa nú þegar í samráði við utanríkismálanefnd þá tilliögun á meðferð utanrikismála innan lands og utan, sem bezt kann að lienta, er íslendingar neyta uppsagnarákvæðis sambandslaganna og taka alla meðferð málefna sinna i eigin hendur. Tillögur um mál þessi séu síðan lagðar fyrir Alþingi. Ekki þarf að fara í grafgötur um merking þessarar tillögu, því að framsögumaður stærsta flokks þingsins bar fram svofellda vfirlýsing við umræðu tillögunnar fyrír hönd flokks síns: Það, sem Alþingi lýsir yfir, ef samþykkt verður þessi tillaga — er skýrt og skorinort þetta: „Vér íslendingar viljum nota heimild 18. gr. sam- handslagasamningsins til þess að krefjast þess, að strax

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.