Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 9

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 9
SKINFAXI 89 II. „Island frjálst og það sem fyrst“ er kjarni félags- skapar okkar ungmennafélaga. Félögin lögðu á sín- um fyrstu árum þróttmikið lið hinum þjóðlega mál- stað. Þeirra var því, að nokkru, sigurinn 1918. Mönn- um þótti samningur sá, er þá var gjörður, mjög merkilegur og margir litu svo á, að með honum væri frelsi okkar fullkomnað. Nú er hinn betri hluti þjóð- arinnar vaxinn frá þessum sáttmála. En sá hópur verð- ur að stækka. Ættu íslendingar þess almennt kost, að komast utan, myndi skilningur þe'irra vaxa á þessu máli. Yiðhorf útlendinga er yfirleitt, að við séum ekki sjálfstæðir, heldur á valdi Dana. Hinn sameiginlegi konungur og herradómur Dana yfir afslciptum okkar af umheiminum er áhrifameiri prédikun og ólikt al- þýðlegri en lærl orðalag um sjálfstætt riki í persónu- samhandi við annað. Ekki er allt með felldu, og sést það einnig af, hve Danir gera nú gælur við Islendinga, virða landið viðlits og lofa íslenzka list og bókmennt- ir. Danir kenna, að Island hafi verið þeim mikil hyrði, þve'rt ofan í staðreyndir. Nú segja þeir, að við getnm ekki staðið á eigin fótum, og er undirrótin, að þeir vilja enn um hríð skreyta sig í augum heimsins með lcórónu æðstu yfirráða hér á landi. Við virðum hina dönsku þjóð og viljum viðgang liennar, en aldrei á okkar kostnað. Við dáum hug- myndaflugið, er menn ræða um danskan uppruna okkar, en vist er, að Danir eru ólikastir okkur Norð- urlandaþjóðanna. Samskipti okkar við nágrannana nm Dani eru því óheppileg og yfirleitt verður samvinna olckar við aðrar þjóðir þá fyrst eðlileg og likleg til árangurs, að við séum sjáfstæður aðili á þingi frjálsra þjóða. Margir telja efnalegt og andlegt sjálfstæði okkar ó- háð því, livort íslendingar séu í konungssambandi við Dani eða eklci. Þetta er misskilningur. Tilvera þjóðar-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.