Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 10
90 SKINFAXl innar getur oltið á hinni formlegu hlið þessa máls. Ættu þeir timar, se'm nú eru, að opna augu manna fýrir þessu. Það er ekki aðeins, að ófriðartimar leiði í ljós, hve gersamlega engisverð „vernd“ Dana er okk- ur, heldur einnig, að okkur má vera af henni hin mesta hætta. Menn hafa að vísu lagt um of upp úr dansk-þýzka ,,ekki-árásarsamningnum“, en þó gæti þar verið vísir annars meira, að Danir flæktust inn í styrj- öld og yrði þá litið á okkur sem slriðsaðila. Væri þá von hins versta, svo sem sagan sýnir, er erlendar þjóð- ir gerðu hér usla vegna útilokunarstefnu Dana í verzl- unarmálum. Voru ])á íslendingar myrtir vegna hags- muna danskra kaupmanna. Rök eru fyrir, að við gerum að engu „Versala- samning“ okkar íslendinga. Við erum gæfusöm þjóð, að slíkt kostar ekki mannfórnir, ekki lögleysur, held- ur aðeins að við vitum rétt okkar. Þetta er stórmál, rót verður að skapast, öflug alda athafnasamrar þjóð- ernisvakningar verður að fara um landið. Alda þróun- arinnar faldar okkur ungmennafélögum. Hér er enn sem alltaf vettvangur fyrir stefnu okkar. Takmarkið er: ísland frjálst og fullvalda lýðve'Idi, er fer með mál sin hvar sem gæta þarf liagsmuna þess. Ekki munu allir ungmennafélagar hér á einu máli um einstök at- riði, en sem mest eining þarf að skapast okkar á með- al um þetta. Félögin verða þegar í vetur að taka málið til meðferðar á fundum sínum og einkum er nauðsyn á, að héraðaþingin taki afstöðu til þess, að stefnan verði sem öruggust eflir næsta sambandsþing, en þetta mál verður liöfuðviðfangsefni þess. Við ungme'nnafé- lagar fylgjum þessu máli fram til sigurs. „Islandi allt“ er kjörorð okkar, Islandi, frelsi þess og framtíð öll viðleitni okkar. Þar er eining margbreytninnar i starf- semi okkar. Baráttan fyrir fullum skilnaði við Dani sameinar okkur til alhliða átaka. Eiríkur J. Eiríksson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.