Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 16

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 16
96 SKINFAXI í máli, skólagöngu, bókmenntum, dagle'gum venjum, forystu, verzlun og siglingum. Eg fullyrði þess vegna, að ef spurt er um upphaf ungmennafélaganna, þá hafi öll stefna þeirra verið í þá átt, að íslenzka þjóðin yrði algerlega frjáls um öll sín mále'fni, um atvinnulíf sitt og menningu. Sam- kvæmt því mætti húast við, að upphafsmenn Ung- mennafélaganna Iiefðu sagt, ef þeir liefði fyrirfram vitað um innihald sáttmálans frá 1918: „Við segjum upp sáttmálanum við Dani um öll hin sameiginlegu málefni og endurnýjum hann ekki. Að því leyti fram- kvæmum við fullkominn málefnaskilnað.“ Um kon- ungssahandið sögðu hinir gömlu ungmennafélagar lít- ið eða ekki neitt, en þeir myndu áreiðanlega hafa mót- mælt harðlega, að þjóðin væri í þeim efnum bundin af nauðungareiðnum í Kópavogi 1662. Af allri ste'fnu og starfi hrautryðjenda ungmennafé- lagsskaparins mætti ætla, að þeir myndu vilja, á árun- um 194Q—43, undirhúa og framkvæma fullan málefna- skilnað við Danmörku og lögleiða aftur Hvíthláinn sem þjóðfána íslands. Þeir myndu hafa viljað vera viðhún- ir, ef Danakonungur neitaði að vera konungur fslands 1943, eftir að ekkert málefnasamhand ætti sér stað milli landanna. 1 augum liinna gömlu ungme'nnafé- laga myndi hafa verið gerð sama krafa um stjórnar- hætti konungs og forseta, að virða þingræðið, að hlanda sér ekki í dægurmálin, en koma fram fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Enginn veit hvað þjóðin hugsar nú um þessi mál. En með hinni miklu vakningu Ungmennafélaganna, og með starfi þéirra, er enginn vafi á, hvað sáhlutiþjóð- arinnar vildi fyrir fjórðungi aldar um sjálfstæðið og fánamálið. Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.