Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 17

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 17
SKINFAXI 97 V. Eg er ritstj. Skinfaxa þakklátur fyrir að taka sjálf- stæðismál íslands til umræðu í blaðinu og gefa mér tækifæri til að leggja þar orð í belg. Eg vil taka það fram í upphafi máls míns, að full- lcomið sjálfstæði íslands, óstutt og óskorað, er sú bug- sjón, er vér íslendingar hljótum að keppa að, — ekki sem stimpil til skrauts og sýningar á gjörðir vorar og athafnir, heldur sem óviðjafnanlegan dýrgrip, sem geyma verður svo og gæta, að aldrei falh á, heldur verði æ því dýrmætari og skyggðari, sem tímar líða. En til þess að svo geti orðið, er mér ljóst, að smá- þjóð, eins og vér, þarf að ná mjög miklum stjórnar- farslegum þroska, jafnvel þroska til að hafa vald á ýmsum arfbornum göllum, sem hæglega geta leitt og liafa leitt til ófarnaðar sjálfstæðisins. Kappgirni okkar og málafylgja úr liófi fram hefir haft, og getur haft, hinar alvarlegustu afleiðingar í þá átt. Þegar eg lít yfir farinn veg í stjórmnálabaráttu Is- lendinga, síðan 1918, að vér fengum viðurkenning full- veldis vors, eru þar nokkur atriði, er verða þess vald- andi, að bjá mér vaknar efi um það, að sjálfstæðis- þroski vor standi svo föstum fótum í meðvitund vorri, að annað sé þar eklci framar, en það er vitanlega und- irstöðuatriði undir raunverulegri sjálfstæðiskennd þjóð- arinnar. Þessu lil staðfestingar vil eg þá fyrst nefna hið svo- nefnda Spánarmál. Islenzka þjóðin liafði samþykkt — og það með þjóðaratkvæðagreiðslu — aðflutningsbann á áfengi. Hún geklc á þessa gerð sína, og slakaði mikið á bannlögunlim til að þóknast lcröfu annars ríkis, því að ella átti liún á hættu að missa hin verðmiklu við- skipti Spánverja; -— og þjóðin — fulltrúar hennar — hneigðu höfuð sin og sögðu: „Vér viljum heldur slaka til á þeim samþykktum, er vér höfum gert og þjóðin hefir álitið sér fyrir beztu, en hugsa til þess, að fyrir 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.