Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 57

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 57
SKINFAXl 137 ungur væri þá. Var hann lengst af formaður þess félags fram á síðustu ár og bar hag þess og störf mjög fvrir brjósti. Einnig sat hann í stjórn Ungmennasambands Austur-Skafta- fellssýslu. Hann hafði i ríkum mæli skilyrði til þess að vera mikill æskulýðsforingi. Ungir menn löðuðust aS honum og fylgdu honum fúslega og lutu stjórn hans, vegna frjálslyndis hans og víSsýni, heits á- huga á þeim málum, s'em æskumenn unna, einlægni í málfylgju og drengskap- ar. Hefir víst enginn al- ]>ingismaSur getaS státaS af óskiptara og heilla fylgi æskunnar i kjördæmi sinu en Þorbergur I>orleifsson. Þegar Þorleifur á Hólum lét faf þingmennsku 1938, eftir 25 ára setu á Alþingi, var Þorbergur sonur hans kosinn eflirmaSur hans. Reyndist liann mjög nýtur þingmaiSur og lagSi hvar- vetna gott til mála. Hann átti öll árin sæti í fjárveit- inganefnd, og þykir þaS virSulegt hlutverk og á- byrgSarmikið. í nefnd- Þorbergur Þorleifsson. inni og þinginu hélt hann manna fustast fram hlut alls- lconar menningarmála og var bezti málsvari fagurra lista.. Má U. M. F. 1. muna og þakka vel þá hluldeild, sem liann átti i ]>ví, að ríkisstyrkur til þess hækkaði fyrir fáum árum. Fg ræddi oft við Þorberg um málefni Ungmehnafélaganna. er hann sat hér á þingi, ]>ví að þau mál voru báðum næstai hjartfólgin. Hafði hann mjög sterkan á.huga á að til fram- kvæinda kæmu hugmyndir ]>ær, er eg hefi sett fram, um land- húnaðarstarfsemi Umf., og hét því máli fullu fylgi sínu á þingi. Nú reynir að vísu á skilning annarra á þvi máli og. öðrum, er Þorbergur í Hólum bar fyrir brjósti, og skal enguro vantreyst, er uro þau fjallar. En þar sem Þorbergur var, áttu góð mál jafnan einlægan fylgismann og traustan. Haiin var ungmennafélagi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.