Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 58

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 58
138 SKINFAXI III. Gísli Pétursson héraðslæknir á Eyrarbakka lézt 19. júní þ. á. — Hann fæddist 1. maí 1867, að Ánanaustum í Reykja- vik, en þar bjuggu foreldrar hans, Pétur Gíslason útvegs- bóndi, alkunnur dugnaðar- og framfaramaður, og Valgerður ólafsdóttir, föðursystir Ólafs fríkirkjuprests ólafssonar. Gísli bóf nám í Lærða skólanum 13 ára gamall og lauk stúdents- prófi 1886. Eftir það gekk hann í Læknaskólann og tauk þar embættisprófi 1890, en fór sama ár utan til frekara náms. Læknis- störf sín hóf hann fyrst á Austurlandi, í Fljótsdals- héraði og Vopnafjarðar, nokkra mánuði „settur" á hvorum stað. Vorið 1892 fékk hann veitingu fyrir aukalæknishéraði í Ólafs- vik, en Húsaviknrhérað var veitt honum 1896. Því erf- iða héraði gegndi hann 18 bezlu starfsár æfi sinnar. Og þar kvæntist hann einni hinni ágætustu konu, Aðal- björgu Jakobsdóttur Hálf- danarsoniar, hins' stór- merka forvígismanns kaupfélagshreyfingarinnar. 1914 var Gísla Péturssyni veitt Eyrarbakka-læknishérað, og því gegndi hann lil 1937, er hann varð að láta af embætti fyrir aldurs sakir lögum samkvæmt. Þá liafði hann þó enn fulla orku og starfsfjör, enda stundaði hann læknisstörf og hafði mikla að- sókn, þar til hann veiktist af lungnabólgu fáum dögum áð- ur en hann lézt. Gísli læknir var óvenjulega vel lærður maður, bæði í sér- grein sinni og á öðrum sviðum. í læknisfræði aflaði hann sér jafnan helztu bóka og límarita á höfuðtungum álfunnar og fylgdist gaumgæfilega með nýjungum. Hann var skarpgáf- aður maður, nákvæmur, athugull, gefinn fyrir að brjóta við- fangsefni sin til mergjar og stálminnugur. Þessir eiginleik- ar og löng starfsreynsla mótuð af þeim, samfara sifelldu hóknámi i fræðigrein hans og óvenju þroskaðri ábyrgðartil-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.