Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 66

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 66
146 SKINFAXI stendur, þjóðarnauðsyn að hafizt sé handa að leiðbeina pilt- um i smíðum,er lúta að gerð einföldustu húsmuna.Húsgögn eru að komast í svo mikið okurverð, að engu tali tekur. Fjöldi fólks stritast við að vinna sér fyrir algengustu húsmunum, en þeir kosla ekki minna en 1000 krónur. Auk þessa ei u munir þessir ekki fyrir nema þá stétt, sem getur haft hús- næði eftir eigin vali. Aftur á móti gætu handlagnir menn smíðað hagfeildari húsmuni, sem gerðir væru eftir þörfum og staðháttum hvers heimilis. 1 efninu, sem fer í hlutina, virðist leggja minnst verð. Aðalatriðið er í þessu sambandi, að menn séu færir í að setja hluti saman, fara með ýmis- konar efni og áhöld. En þetta verður tiltölulega auðvelt, ef rnenn hafa uppdrætti af húsinununum, — einföldum, snotrum og þægilegum ásamt leiðbeiningum um efnisval og starfs- aðferð. Margir hafa sett allmiklar vonir á alþýðuskólana í þessu efni, en jieir skera við nögl sér fjölda timanna i þessari grein. Skal þó þakkað það, sem Laugaskólanum hefir orðið ágengt í þessu efni, ásamt Húsmæðraskólanum þar. Það væri ekki fjarri sanni, að sendar væru áskoranir til alþýðuskól- anna um að beita sér fyrir fræðslu í þessari grein, miklu meir en er; t. d. með námskeiðum. Eg vil eindregið hvetja nngmennafélaga til að vinna að því, hver í sínu félagi, að þau hefjist handa í að koma slíkum námskeiðum af stað hjá sér. Eg hugsa mér, að nemendur legðu sjálfir til efni í þá muni, sem þeir smíðuðu, einnig á- höld, og borguðu kennaranum. En félagið legði til búsnæði- Það mun ekki fjarri sanni, að þegar rætt er um námskeið, sé oftast rætt um þau fyrir karlmenn eina, en gengið fram iijá stúlkunum. Nú liggur í augum uppi, að félögunum ber cins mikil skylda til, að útvega þeim námskeið í sínum sér- greinum og piltum, þar sem ekki getur farið saman kennsia samtimis fyrir pilta og stúlkur. Mér er spurn: Hvers vegna eru ekki sameiginleg söngnámskeið fyrir pilta og stúlkur; einnig í ijiróltum þar, sem húsnæði er á annað borð þannig, að auðið er að liggja við; svo og útskurði, prjóni, spuna, teikningu o. fl.? — Ungmennafélögum er vitanlega engu síður nauðsynlegt að efna til sérnámskeiða fyrir stúlkur, en fyrir pilta. Skal eg i því sambandi minna á saumanám- skeið, hannyrða, vefnaða og prjónanámskeið, að svo miklu Icyti, sem auðið er, og þar sem ekki eru kvenfélög til að hrinda jiessum málum í l'ramkvæmd. Eg hefi hevrt stúlkur segja: „Það er í raun og veru ekki til neins fyrir okknr að vera í ungmennafélagi, ])ví fyrir okkur er ekkert gert“. Því

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.