Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 75

Skinfaxi - 01.11.1939, Page 75
SKINFAXI 155 fvrir góða starfsemi á árinu. I stjórn þess eru: Pétur Jóns- son, Geirshlíð, Magnús Bjarnason, Skáney og Ásmundur Jónsson, Deildartungu. Umf. Stafholtstungna: Hélt 14 daga sundnámskeið með 60 nemöndum. Kennari Gissur Brynjólfsson. Félagið á stóra .sundlaug, sem er metin á 7500,00 kr. (Stafholtsveggjalaug). 15 dagsverk unnin við vegagjörð og allmikið að trjáplöntun. Umf. Borg í Borgarhreppi: Á bókasafn, 546 bindi, metið á 2500,00 kr. Vex það jafnt og þétt. Félagið hefir hyggingu heimavistarskóla til athugunar, í samvinnu við tvö nágranna- íélög. Umf. Björn Hítdœlakappi í Hraunhreppi: Undirbýr sjóðs- stofnun til styrklar skólabyggingu i Hraunhreppi. í sveitinni er starfandi félag skólabarna í sambandi við Umf. og cr for- jnaður fél. Guðmundur Eggertsson kennari, leiðbeinandi þar. Umf. Snæfell, Siykkishólmi: Félagið var stol'nað 22. okt. ’38. I>að hélt uppi stöðugum íþróttaœfingum frá byrjun nóv. til áramóta. Þátttakendur 16 stúlkur og 14 piltar. Hlaðinn stíflu- garður til að halda uppi vatni fyrir skautasvell, um 30 dags- yerk. Unnu bæði piltar og stúlkur. Æfður blandaður ltór með rúmlega 20 þátttaköndum. Söngstjóri Jón Eyjólfsson verzlun- srmaður. Hélt nokkrar skemmtisamkomur og sýndi m. a. sjónleikinn „Tímaleysingjann“ eftir Holberg. Á fundum voru flutt nokkur erindi. M. a. Umf. að fornu og nýju (Daníel Ágústínusson), Benedikt Gröndal (Jóhann Pétursson), Æskan ■og tíðarandinn (Magnús Einarsson). Undirbýr flokkastarf- semi, er befjast á eftir áramót. Félagar eru 70. Umf. tíögun ú Fellsströnd: Tók þátt í sundnámskeiði að Laugum. Sendi menn á íþróttamót U. M. S. Dalamanna og kappsláttarmót ]>ess. Unnið við hús félagsins og vegagjörð. Héll nokkrar skemmtanir með ýmsum menningarlegum skemmtiatriðum. Uinf. Stjarnan, Saurbæ: Sýndi ýmsa' sjónleiki, 1. d. „Al- mannaróminn“ og „Happið“. Sendi marga keppendur á íþróttamót U. M. S. D. og átti 20 nemendur á sundnámskeiði að Laugum. Kennari Magnús Sigurbjörnsson, Glerárskógum. Lagði rífJega upphæð til líknarmála, bæði í vinnu og pen- ingum. Umf. Unglingur i Geiradal: Ræddi á fundum sínum m. a.: FTvað getum við gjört til að efla félagslyndi? Efling friðarins. Getum við ekki lagt niður að blóta? Héraðsskólar, garðrækt ■o. fl. Hélt margar skemmtanir; hafði m. a. skuggamyndir, iþróttir, erindi, upplestur og dans.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.