Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 76

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 76
156 SKINFAXI Umf. Von á Iiaiiðasandi: Mældi út tvo flugvelli á sléttum grundum, skammt fyrir sunnan Saurbæ. Umf. Vestri, Rauðasandshreppi: Tók mörg málefni til um- ræðu á fundum sínum. Flutt voru eftirtalin erindi: Megin átök Umf. (Einar F. Guðbjartsson), Karlmennska (Jón G. Óskarsson). Ilafði samvinnu við nágrannafélögin um skemmt- analíf og hélt sjálft nokkrar fjölbreyttar skemmtanir. Vann um 20 dagsverk að garðrækt og nokkur að vegabótum. Vestri er gamalt og gott félag, en lá niðri um tima. Hefir aftur færzt fjör í það. Umf. Vorðbo&i, Þingeyrarhreppi: Sá um iþróttakennslu með stöðugum æl'ingum tvisvar i viku, tveggja mánaðar tima. (13 piltar). Halldór Sigurðsson á Bakka, kenndi. Á fundum rætt m. a.: Ilvort er heppilegra að veita fjármagninu til sjáv- ar eða sveita? Ilvort er þroskavænlegra fyrir manninn, auð- vekl lífskjör eða erfið? Æskan og samtíðin. Hafinn undir- búningur trjá- og garðræktar. Lögð fram vinna til bænda, er voru að reisa íbúöarhús, alls 25 dagsverk. Umf. Mýra hrepps: Starfrækir bókasafn með um 100 bind- um. Tóbaksbindindisflokkur starfar með 40 félögum, allt nið- ur í 10 ára aklur. Vinnur hann fjölbreytt og mikið starf. Umf, Vorblóm ú Ingjaldssandi: Minntist á árinu 30 ára starfsafmælis með fjölbreyttri skemmtiskrá. Á bókasafn með 117 bindum. Vinnur að matjurtagarði 300 m2 að stærð. Umf. Bifröst, Onundarfirði: Farnar margar skíðaferðir og: fjallgöngur. Iðkaðir vikivakar og séð um, að yngstu félagar læri þá jafnan. Mörg erindi flutt á fundum og áherzia lögð á að velja auðveld umræðuefni, svo að allir geti tekið þátt í og iðkað orðsins list. Unnið við matjurtarækt og endurbætur á skíðaskálanum Véstcinsvörðu. Innan félagsins er tóbaks- bindindisflokkur með 29 félögum, en alls eru i félaginu 32. Umf. Morgunroði i A.-Húnavatnssýslu: Bókasafn, 200 bindi. Helztu umræðuefni: Byggingarmál sveitarinnar, kornrækt, heimilisprýði, söfnun og útskýring rangmæla. Hefir útlána- starfsemi til endurbyggingar bæja á félagssvæðinu. Umf. Langnesinga, Þórshöfn: Vinnur að tveimur trjáreit- um. RæSir bókmenntir, atvinnumál o. fl. Helztu erindi: Ung- inennafélagshreyfingin (Aðalsteinn Sigmundsson), Dans og málfundir (Þorkell Árnason). Umf. Skrúður, Fáskrúðsfirði: Stundaði nokkra matjurta- rækt. Gefur út handritað blað, er gengur um sveitina, og styrlcir bókasafn i hreppnum með árlegum fjárframlögum. Umf. Stöðfirðinga: Átti 10 ára afinæli 24. júlí. Minntist jiess

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.