Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 88

Skinfaxi - 01.11.1939, Side 88
168 SKINFAXI ungmennafélagar svöruðu grein þessari, og þeir hafa enga ástæðu til annars en að una vel úrslitum ritdeilunnar. En á aðalfundi stjórnar Sambands ungra Framsóknar- manna, sem haldinn var á Akureyri skömmu eftir framan- nefnd átök á prentpappírnum, var samþykkt eftirfarandi ályktun, er menntamálanefnd fundarins flutti. Ilefir hún ekki verið birt fyrr en hér: „Aðalfundur stjórnar S. U. F. lýsir ánægju sinni yfir bar- áttu margra Umf. fvrir útrýmingu drykkjuskapar af héraðs- mótum sínum. Yill þó alveg sérstaklega þakka hið myndar- lega átak borgfirzkra Umf. á s. 1. vori, og væntir, að það megi verða öllum þeim til fyrirmyndar, sem að almennum sam- komum standa.“ Bækur. íslenzkur bókamarkaður hefir auðgazt um allmargt góðra hóka í sumar og haust. Skal hér getið þeirra, er Skinfaxa hafa borizt. Nokkrar ljóðabækur hafa komið út, en aðeins ein þeirra hefir komið Skinfaxa í höndur: B au g ab r o t eftir Indriða Þórkelsson ú Fjalli. En það er líka sú hinna nýju ljóðabóka, sem Skinfaxa er mestur fögnuður í að opna og kynnast. Að vísu hafa önnur góð skáld sent frá sér ljóð um sama leyti, t. d. Sigurjón Friðjónsson og Jakob Jóh. Smári. En að Ijóð- um þeirra er áður aðgangur í bókum, og varla við vexti né miklum hreytingum að búast. En Indriði á Fjalli gefur sig nú í fyrsta sinni að prentpappírnum, sjötugur maður og þjóð- kunnugt skáld um fjóra tugi ára. Einstök kvæði hans hafa birzt í blöðum og tímaritum. En hér er fyrst færi á að rýna og meta skáldskap hans í heild. Baugabrot er allstór bók, 352 bls. þéttprentaðar, í vænu broti, ljóð og stökur um ýmisleg efni. Sennilega finnst þeim, sem ókunnugir eru höf. og heimahögum hans, að þarna fari fullmikið fyrir yrkisefnum úr þröngu umhverfi alþýðu- mannsins. En ekki þarf margt að lesa í bókinni til að sann- færast um það, að hér er skáld með ríka og merkilega gáfu og' óvenju fullkomið vald á máli og formi. Mundu ekki flest skáld vilja kveðið hafa kvæði eins og „Bólu-Iijálmar“, „Lá- varður réttlætisins", „Áfram lengra, ofar liærra“, „Syngið,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.