Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 12

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 12
76 SKTNFAXI á meðal alþýðu í borgum, gera slíkt hið sama, þá er þess getið í fréttaskyni, en lítt haldið á lofti.“ Það er greinilegt, að forsetinn óskar þess, að blöð- in veki athygli á vinsamlegum ummælum, er fram koma í Danmörku í þessu máli, engu síður en ummæl- um af hinu taginu, og að hann tekur fyllilega mark á þeim. 1 ferð minni til Islands á síðastliðnu sumri, gat ekki hjá því farið, að ég yrði þessarar skoðunar var, hæði í einkaviðtali og í opinberum ræðum. Ég var sem gestur þátttakandi í móti .ungmenna- félaganna í Hveragerði. Þar bauð formaður félaganna, sr. Eirikur J. Eiríksson, mig sérstaklega velkominn til mótsins með nokkrum orðum, þar sem ég var eini gesturinn frá hinum Norðurlöndunum. Hann sagði að Island og Danmörk gætu nú mætzt sem tvær sjálfstæðar þjóðir, en samt væri harátta Islands ekki á enda. I Danmörku væru menningarverðmæti, sem Islendingar óskuðu að fá heim. „Við þökkum dönsku lýðskólunum fyrir skilning þeirra og hjálp í þeirri baráttu.“ Þing ungmennafélaganna ræddi um málið og gerði um það svofellda ályktun, sem vel má kunngjörast hér í Danmörku: „Þing Ungmennafélags Islands lítur svo á, að Is- lendingum beri að vinna að því, að þeim íslenzkum handritum, sem eru i erlendum söfnum, verði skilað aftur svo fljótt sem auðið er. Þingið þakkar þann skilning, sem fram hefur komið hjá dönskum lýð- skólamönnum í þessu máli.“ Víða varð ég þess var, að eftir frumkvæði dönsku lýðskólamannanna hafði verið tekið á Islandi. A mót- inu talaði ég yfir 5000 manns, ásamt menntamálaráð- herranum, Eysteini Jónssyni og Ásmundi Guðmunds- syni, prófessor. Er ég kvaddi pról'essorinn, sem einnig er formaður prestafélagsins íslenzka, sagði hann:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.