Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 16

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 16
80 SKINFAXI veruleika og með að- stoð íþróttanefndar rík- isins komið þarna upp einum fegursta baðstað á landinu. Við laugina er hár melur, sem hefur verið hlaðinn upp með fallegum grasbekkjum. Vinnuna hafa Einherjar lagt til i frístundum sinum. Vígslan fór fram með hinni mestu prýði, þrátt fvrir rniklar rigningar og óhagstætt veður við undirbúning. Jó- liann Björnsson formaður Umf. Einherja stjórnaði hátíðinni. Fyrst messaði sr. J.akob Einarsson, prófastur, Hofi. Þá flutti Kjartan Björnsson formaður byggingar- nefndar ræðu, þar sem hann rakti byggingarsögu sund- laugarinnar. Afhenti hann Einherjum laugina til af- nota. Jóhann Björnsson tók við lauginni fyrir liönd Einherja og þakkaði byggingarnefnd og öðrum er unnið höfðu málinu vel. Þá stungu sér í laugina 3 ungir Vopnfirðingar. Bóas Emilsson íþróttakennari U.l.A. flutti ávarp frá íþróttafulltrúa Þorsteini Einars- syni og kveðju frá stjórn U.I.A. Að lokum sýndu börn nokkrar sundaðferðir og syntu boðsund. Dansað var í tjaldi fram eftir nóttu. T. v. Iíjartan Björnsson formaður byggingarnefndar. T. h. Jón Run- ólfsson, er sá um bygginguna. Ræða sr. Jakobs Einarssonar, prófasts á Hofi. Alvaldi Guð! Þú einn ræður öllum vorum kjörum. Gef oss að meta og nota rétt allar ástgjafir þínar. Gef oss að nota þá krafta, sem þú hefur gefið oss til sálar og líkama, samkvæmt vilja þínum. Gef oss að afla og styrkja vora líkamskrafta með vinnu og heilsusam-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.