Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 26

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 26
90 SKINFAXI Elif Skogstad Arno, frá Noregi, talaði um bækur og unglinga. Var þac!j mjög fróðlegt erindi m.a. um norskar rannsóknir á því, hvað unglingarnir læsu helzt. Taldi hann nauðsyn að leiðbeina unglingunum í bóka- vali, ekki með þvi að banna þeim að lesa lélegar bækur, heldur með því að hafa jafnan nóg úrval góðra bóka við hæfi unglinganna. Taldi hann varasamt, að láta bóksalann einan um val bóka handa æskufólki, því hans sjónarmið gætu verið önnur en þau, sem ungl- ingum væri fyrir beztu. Mótstjórinn, kennarinn Henry Larsvik, flutti ágætt erindi um norrænar sveitaskáldsögur. Kom hann viða við og hlaut það að vekja athygli, hve vel hann þekkti þann mikla fjölda bóka, er hann nefndi. Formaður finnska ungmennasambandsins magister Arvo Inkilá, sagði frá starfi og skipulagi finnskra Umf. Þau eru fjölmennustu Umf. á Norðurlöndum með um 130 þús. félaga. Þótt finnskan sé ekki norrænt mál, ern þó finnsku Umf. mjög svipuð þeim norsku og dönsku, og Finnum það hjartans mál, að tengjast sem traustustum böndum, vináttu og menningar, við hin Norðurlöndin. Hallén prófastur á Ai*vika flutti erindi um lífsskoð- anir unga fólksins. Erindi þetta hefur vafalaust verið nijög gott, en fyrir útlending, sem lítið kann í sænsku, var erfitt að skilja prestinn, þar sem hann talaði með kirkjulegri bænarrödd. Hallén prófastur er ættingi Selmu Lagerlöf, en slíkt virtist í Vermalandi þykja mikið hnoss. Danski presturinn Sören Andersen sagði frá efni bókarinnar Gárden eftir Hans Mólberg. Ef bókin er eins góð og frásögn Andersens var snilldarleg, þá er hún þess verð að vera lesin. Nokkur fleiri fróðleg og skemmtileg erindi voru flutt þama, en ]iað yrði of langt mál að telja þau öll upp.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.