Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 30

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 30
94 SKINFAXI Til glímunnar mættu 44 Árnesingar og 28 Rangæ- ingar. Nokkrir Ámesingar gengu þá i sveit Rangæinga, svo liðin yrðu jöfn. Árnesingar skipuðu sér síðan vinstra megin við pallinn en Rangæingar hægra meg- inn. Bændur voru, fyrir sveit Árnesinga, Rúnar Guð- mundsson glímukóngur Islands og skjaldarhafi Skarp- héðins, en fyrir Rangæingum Sigurður Sigurjónsson. Er hann Eyfellingur. Siðan hófst glíman og gekk mjög liðugt. Veitti Árnesingum langtun betur. Þegar allir Rangæingar voru fallnir, nema bóndinn átti Árnesingurinn eftir 8 húskarla og voru flestir þeirra óþreyttir. En síðustu Rangæingarnir féllu í 4. og 5. og jafnvel 6. glimu. Þegar hér var komið, skoraði bóndi þeirra Rangæ- inga á bónda Árnesinga, sjálfan glímukappann. Fannst víst flestum hann tefla djarl't. Sá átti að vinna bænda- glimuna, er þar gengi með sigur af hólmi. Hafði Rang- æingurinn að vísu þar ekki neinu lengur að tapa en allt að vinna. Eftir spennandi og strangan leik féll svo kóngurinn fyrir hinum rangæska bónda. Vakti þetta að vonum mikla athygli og allmikinn fögnuð áhorf- enda, því nú þótti jafnt á komið með liðunum. Áður en ghman hófst, fluttu þeir ávörp sr. Eiríkur J. Eiríksson sambandsstjóri U.M.F.I. og Þorgils Guð- mundsson frá Reykholti, gjaldkeri I.S.I. Færðu þeir Skarphéðni fagra eikarskildi að gjöf, ásamt kveðjum og árnaðaróskum frá samhöndum sínum. Er ætlazt til þess, að skildirnir verði greyptir í hliðstólpa hins nýja íþróttavallar. Sigurður Greipsson þakkaði gjafir l>essar og gat þess, að sýslumaður Rangæinga hefði fært sambandinu kr. 2000.00 i afmælisgjöf, sem hann þakkaði einnig og sagðist vænta að hæri góða vexti i framtíðinni. Mörg heillaskeyti bárust og víðsvegar að. Áð lokum voru kallaðir fram þeir glímumenn, sem þarna voru viðstaddir og hafa unnið Skarphéðins- skjöldhin á undanförnum árum. Var það myndarlegur V

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.