Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 38

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 38
102 SKINFAXI lýsing, en alltof oft til baga i samkomuhúsum í bæ og byggð. Góð lýsing á leiksviðinu er eitt aðalskilyrðið til þess að leiksýning verði áhorfendum til ánægju. Ljósalögnin þarf að athugast fyrir fram í samráði við byggingarmeistara og fer bezt á þvi að sérfróðir rafvirkjar fjalli þar um. Ljósatafla er venjulegast á leiksviðinu framarlega eða í öðrurn hvorum króknum frammi við leiksviðsrammann (proscenium), og eru þar tengdar allar leiðslur á leiksviði og í áhorfendasal. Ætla verður stjórnanda ljósanna (ljósameistara) nægi- legt olnbogarúm, ekki sízt ef mótstöðum til að draga úr straumstyrkleika er skotið inn á helztu leiðslur. Þá borgar það sig að staðsetja tengla vel og sem víðast á leiksviðinu, á veggjum og í gólfi. Vegna ryks og vatns (þvotta) verður að hafa sérstakan útbúnað á tenglum i gólfi. Hins vegar borgar það sig ekki að hafa föst ljósastæði á veggjum eða í lofti yfir leik- sviðinu. Lýsing lciksviðsins fæst fyrst og fremst frá fótljós- um fremst á sviðinu og ofanljósum eða ljósaslá rétt innan við fortjaldið. Þarf ljósasláin að vera lireyfan- leg fram og aftur og upp og niður, þannig að stilla megi svo til, að birtan frá henni og fótljósum sé jafn- sterk í mannshæð á miðju leiksviði. Bezt er að nota „blandað“ Ijós sem kallað er, láta skiptast á hvít, rauð, gul og blá ljós í ljósarennu í gólf og slá í lofti. Skuggum er eytt með sterkum flóðljósum frá hlið eða lofti, en sérstök ljósabrigði (sólskin, tunglsljós) fást venjulegast með punkt-ljósum (spotlights) með breytilegum dreifurum. Hverju leiksviði þarf að fylgja góður ljósútbúnaður, því að hann er engu síður áríð- andi en leiktjöldin sjálf. Um þetta allt er nauðsynlegt að leita álits sérfróðra manna, en víða geta handlagnir menn komið sér upp helztu ljósatækjum sjálfir. Gólf- ljós og Ijósaslá er útbúið eins og 9. og 10. mynd sýna,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.