Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 43

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 43
SKINFAXI 107 að halda námskeið fyrir leikstjóra, að þvi tilskildu, að öllum félögum innan U.M.F.Í. sé heimil þátttaka i námskeiðinu. Ennfremur að U.M.F.Í. væri fúst til að hafa samvinnu við B.Í.U. um slik námskeið, ef sú tilhögun þætti hentugri. 4. Endurreisn Skálholtsstaðar. „Fundurinn heinir þvi til félaga innan U.M.F.Í. að þau leggi viðreisn Skálhollsstaðar það lið, sem þau mega. Telur fund- urinn þetta menningarmál i hvívetna og endurreisn þessa annars höfuðseturs þjóðarinnar um aldir mikið þjóðernismál. Hvetur fundurinn til virkra aðgerða að til framkvæmda komi i Skálholti og verði að nokkru til lykta leiddar fyrir 1956.“ 5. Örvun vinnugleðinnar. „Fundurinn telur að almenn skólaganga, skemmtanalíf og iþróttastarfsemi séu ekki einhlitar leiðir til giftusamlegs þjóð- aruppeldis, heldur verði starfið sjálft á vettvangi atvinnu- veganna að skipa hærri sess en nú er meðal þjóðarinnar og einkum æskulýðsins. Beinir fundurinn í þessu sambandi þeim tilmælum til sam- bandsstjórnar U.M.F.Í. og stjórnar héraðssambandanna, að þessir aðilar athugi, hvort ekki sé fært að koma á keppni- mótum í ýmsum vinnubrögðum t. d. á sviði landbúnaðar- starfa. Minnir fundurinn á fyrri aðgerðir ungmennafélaganna i þessu efni og starfsemi erlendra æskulýðsfélaga svo sem i Svíþjóð.“ Auk skýrslu sambandsstjóra og ritara, fluttu þeir erindi á fundinum Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi um Umf. og íþróttamálin og Stefán Runólfsson um norræna æskulýðsmótið í Arvika. Þá var sýnd lcvik- mynd frá landsmótinu í Hveragerði, sem enn er þó ekki fullgerð. Á fundinum störfuðu tvær nefndir: Iþrótta- og landsmótsnefnd og starfsmálanefnd. Þær undirbjuggu að mestu samþykktir fundarins, sem allar voru gerðar með sambljóða atkvæðum eða öllum greiddum atkvæð- um. Umræður urðu miklar unt hin einstöku mál og ríkti mikill áhugi fyrir auknum áhrifum ungmenna- félagsskaparins. Var fundurinn hinn ánægjulegasti í hvívetna. D. Á.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.