Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 45

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 45
SKINFAXI 109 ur einkum fyrri daginn. Mótið verður fyrst og fremst keppnismót milli héraðssambandanna. Þessi ákvæði er gert ráð fyrir að verði óbreytt frá siðasta móti: 1. Frá sama héraðssambandi mega mest keppa 4 i hverri grein frjálsra íþrótta og sunds. 2. Sami einstaklingur má aðeins keppa í 4 iþróttagreinum alls, en þó ekki nema þremur frjálsiþróttagreinum og boð- hlaupi að auki. 3. í öllum keppnisgreinum einstaklinga verða reiknuð stig á 4 þá fyrstu. Sá fyrsti fær 4 stig, annar 3 stig, þriðji 2 stig og fjórði 1 stig. 4. í flokkskeppni reiknast unninn leikur -j- 2 stig. Einnig skal reikna + 2 stig þeirri sveit, sem mætir lögum samkvæmt á mótinu og er úrskurðaður sigurvegari samkvæmt gildandi leikreglum, og einnig, hafi mótflokkur ekki mætt eða neitað að keppa. Jafntefli reiknast + 1 stig. 5. Ef 6 flokkar og fleiri mæta til keppni í handknattleik verður beitt úrsláttarfyrirkomulagi þannig, að sá flokkur er úr keppninni, sem tapar einum leiknum. Fyrirkomulag verðlauna er gert ráð fyrir að verði með svipuðu sniði og á síðasta landsmóti. U ngmennaf élagar! Vinnið ötullega að aukinni útbreiðslu Skinfaxa. Fáið unga fólkið, sem er að ganga i félögin til þess að gerast áskrifendur, Sendið afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara tímarit. Ef hehn- ingur allra Umf. i landinu gerðust áskrifendur að Skinfaxa, gæti hann stækkað um helming, án þess að hækka i verði.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.