Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 50

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 50
114 SKINFAXI orðið virkir þátttakendur i störfum ungmennasambandsins; og verður þvi ekki vikið að sögu þeirra hér að þessu sinni. Um störf og sögu hvers einstaks félags verður ekki ritað hér, nema að þvi leyti, er starf þeirra beinist sérstaklega að störfum ungmennasambandsins. Ungmennafélögin liafa á und- anförnum áratugum lagt mikinn og margvíslegan menningar- skerf til framfara héraðsins, og verður aldrei vegið það „mikla pund“ sem skagfirzk æska liefur ávaxtað frá byr.jun til þessa; fyrst og fremst með auknu manngildi sínu og menn- ingu fyrr og síðar á þessu 40 ára tímabili. Tildrög ungmennasambandsstofnunar. í byrjun maímánaðar vorið 1906, var því hreyft á i'élags- fundi hjá umf. „Æskan“, að reynd yrði samvinna við umf. „Framför“, um sameiginlegan skemmtifund næsta sumar, til aukinnar kynningar á milli þessara ungmennafélaga, á sam- eiginlegum áliugamálum. Málshefjandi á fundinum var Jón Sigurðsson að Reynistað. Þann 1. júni s. á. var haldinn sam- eiginlegur umræðufundur að Reykjarhólsgarði — við Varma- hlíð — til að koma málinu til framkvæmda. Mættu á fund- inum félagsmenn „Æskunnar“ og „Framfarar“. Tók fundur- inn þá ákvörðun að haldinn yrði sameiginlegur skenuntifund- ur að Skiphól við Vindheimabrekkur, þá um sumarið þann 12. ágúst. Beið margur æskumaður þessa dags með óþreyju, og var þá þegar hafinn ýmis undirbúningur samkomunnar. Þ. 12. ágúst var hið bezta góðviðri til útiskemmtunar og setti þá samkomuna Kristján Árnason — síðar bóndi að Krithól, — og stjórnaði henni. Þar næst hófust ræðuliöld. Jón Sigurðsson að Reynistað flutti minni íslands; Jón Árnason að Vatnsskarði — síðar bankastjóri Landsbanka íslands, — flutti minni Skaga- fjarðar; Jón Árnason að Reykjum í Tungusveit — síðar bóndi að Vatni á Höfðaströnd — flutti minni bænda, og Þorsteinn Jóhannsson að Stóru-Gröf á Langholti — síðar bóndi þar — flutti minni verkalýðsins. Á milli ræðuhaldanna fór fram söngur á ættjarðarkvæðum. Um miðdegi var sezt að snæðingi, því allir samkomugestir höfðu veitingar sínar meðferðis á staðinn, en siðdegis voru háðar ýmsar íþróttir og farið í úti- Iciki. Lauk samkomunni kl. 11 um kvöldið. Næsta ár, 1907, var aftur lialdinn sameiginlegur skemmti- fundur þessara áðurnefndra félaga; að viðbættri þátttöku drengja bindindisfélags Seyluhrepps — síðar umf. „Fram“. Sótti þessa samkomu fjöldi af æskufólki úr liéraðinu, enda öllum gefinn frjáls aðgangur. Var samkoman með svipuðum hætti og árið áður, að viðbættum kappreiðum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.