Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 53

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 53
SKINFAXI 117 og skyldi fénu varið þeim iþróttamönnum til styrktar, sem yrðu fyrir slysum á sumarmótum liéraðssambandsins. Eftir að umf.sambandið hafði starfað nokkur ár, var því hreyft á aðalfundi sambandsins 12. febr. 1916, af þá verandi formanni Jóni bónda að Holtskoti, Jónssyni, að héraðssam- bandið gengi sem heild i landssamband umf. íslands. Var því máli vísað til umsagnar hinna einstöku ungmennafélaga sam- bandsins; en niðurstaða þessa máls varð án árangurs, vegna vínbindindisákvæðanna i lögum Umf. íslands. Á sama aðalfundi var því hreyft, að ungmennafélagssam- bandið tryggði sér á einhvern hátt fastan samkomustað, og hnigu hugir flestra fulltrúa að þvi, að til þessa væri hinn forni þingstaður Skagfirðinga að Garði í Hegranesi sjálfkjörinn. fyrst og fremst sökum legu sinnar i liéraðinu, og í öðru lagi vegna fornrar frægðar frá þjóðveldistimanum. Kom málið á ný fyrir aðalfund 3. febr. 1917, án þess að þá væri hægt að ganga frá því til fullnustu. Siðar var málinu oftar hreyft, án annars árangurs en að „þingstaðurinn forni“ hefur verið tekinn til verndunar á fornminjaskrá þjóðminjasafnsins. Auk hinna venjuiegu félagsstarfa hefur ungmennasamband- ið og skagfirzkur æskulýður verið boðinn og búinn að rétta ýmsum málum „örvandi hönd“, þeim er horft hafa til sóma fyrir héraðið. Sumarið 1917 var boðið i heimsókn til íslands skáldinu Stefáni G. Stefánssyni, svo sem kunnugt er, en hann hafði fyrrum dvalið sem barn og unglingur í Skagafirði, áður en liann flutti til Vesturheims. Eitt af framkvæmdastörfum ungmennafélaganna þá um sumarið var að bjóða skáldinu í heimsókn til æskustöðvanna og gjöra dvöl hans sem ánægju- legasta þar. Að skáldinu látnu var því hreyft af tónskáldi Ey- þóri Stefánssyni á Sauðárkróki, að Stefáni G. Stefánssyni skáldi yrði reistur veglegur minnisvarði i Skagafirði. .4 einkasam- komu ungmennasambandsins, sem haldinn var á „forna þing- staðnum" að Garði í Hegranesi, sumarið 1945 i tilefni 10(1 ára endurreisnarafmælis Alþingis, flutti erindi um minnis- varðahugsjónina tónskáldið Eyþór Stefánsson, og hvatti hann ungmennasambandið til að taka málið til framkvæmda. Var máli þessu vel tekið og hefur héraðssambandið hafið fjársöfn- un til þessa, og standa vonir til þess að minnisvarðinn verði reistur á 100 ára afmæli Stcfáns G. Stefánssonar. í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914—’18, dró mjög úr þrótti sumra skagfirzkra ungmennafélaga, og þá leystust sum félögin upp með öllu. Afleiðing þessa varð því sú, að um nokkur ár féllu að mestu niður framkvæmdastörf héraðssam-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.