Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 62

Skinfaxi - 01.11.1950, Page 62
126 SKINFAXI fJsatf. í\ tasíri ÍO t'trtt Aldir koma, aldir renna, æskan hyllir fögur svið, þar sem vitar bjartir brenna, breiða geisla um hafsins mið. Þó að falli brýr að baki, brotni viðir, syrti í ál, Austri lifi, Austri vaki, Austri kveiki þrótt í sál. Mörg á æskan verk að vinna, villugjörn er tímans braut. Lítum því í hæð til hinna, hetjanna í raun og þraut. Austri skal ei orku spara, ungum veita hjálp og lið. Æskan hlýtur fjöll að fara, finna ný og betri svið. Berum fánann hátt og hyllum, hefjum söng með gleðibrag. Hrindum burtu vanans villum. Viljinn skapar nýjan dag. Æskan félags — traustu taki treysti vörn um landsins mál. Austri lifi, Austri vaki, Austri kveiki þrótt í sál. Skúli Þorsteinsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.