Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1950, Síða 65

Skinfaxi - 01.11.1950, Síða 65
SKINFAXI 129 Hinar margbreytilegu lífsaðstæður mannsins krefjast vissra æfinga innan liinnar víðari umgerðar. Á einum stað verða t. d. allir að læra að synda, á öðrum stað að skjóta. Við aðrar að- stæður er lögð aðaláherzia á fjallgöngur, útreiðar o. s. frv. Meginatriðin, sem eru sameiginleg öllum, eins og ég hef þegar viðurkennt, eiga við þá manntegund, sem htillega hefur hér verið lýst. Hversu nauðsynlegt það er, að fá einhuga skilning á ýmsum atriðum þessara uppeldismála, sýnir t. d. dæmið um öndunar- æfingar. Samkvæmt einni skoðun teljast þær heilsufræðilegs eðlis eða tæknilegar hjálparæfingar, en að annarra dómi, svo sem liinna indversku Yogaiðkenda ,eru þær meðal til þess að fá vald yfir líkamanum til dulspekilegra iðkana. Það er engu siður nauðsynlegt að ákvarða viðhorf vort til viljans, lieldur en að hafa réttan skilning á sjálfu lífinu. Viljinn verður að keppa að ákveðnu takmarki, en ekki aðeins að bera uppi óvirkt þolgæði. Hann á að hvetja til athafna, sem eru upp- eldislegar innan íþróttaiðkananna. Þetta munu þeir naumast samþykkja, sem sjá í hrynjandi fimleikum aðeins sjálfstján- ingu eða hamsleysi tilfinninga. Þeir, sem berjast fyrir hinum hrynjandi fimleikum, ganga svo langt, að þeir vara við að þjálfa viljann, því að þeir staðhæfa, að slíkt komi í bág við sjálfa lífshrynjandi mannsins. Þótt þessi skoðun sé á öndverð- um meið við hinn vaxandi almenna skilning á þjálfun, hefur nútíma líkamsmennt samt orðið fyrir áhrifum frá þeim, sem halda uppi merki hinna hrynjandi fimleika. Með skynsamlegri íhugun komumst vér að þeirri viturlegu niðurstöðu Forn- Grikkja, að finna á leiðinni að takmarkinu hin réttu hlutföll milli aðferðanna við að ná hugsjónatakmarkinu. Likamsmennt- in verður að vinna að þjálfun viljans, en fegurðin verður einn- ig að fá að njóta sín. Hún verður að herða einstaklinginn, en veita leikþrá lians útrás um leið. Hún verður að halda honum í fullu samræmi við sjálfan hann og umhverfi hans. f þessu uppeldistakmarki er fólginn tvenns konar skilning- ur, en jafnvægi er náð með samræmingu hinna mismunandi afla. Líkamsæfingar verða að vera hvort tveggja í senn, skylda og réttindi, starf og slökun frá starfi, þolgæði og ánægja, al- varlegar og ánægjulegar um leið. Þær eiga að sameina likama og sál, gera manninn hæfari einstakling og samfélagsþegn, stæla réttarvitund hans sjálfa, en jafnframt auka á skyldurækt hans við aðra. Vér skulum fyrst leita að hinni almennu meginreglu, og nota hana sem leiðarljós. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.