Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 87

Skinfaxi - 01.11.1950, Side 87
SKINFAXI 151 Knattspyrnufélag Keflavíkur 2. Böðvar Pálsson (Umf. K.) hlaut flest stig, 17 alls. Drengjamót U.M-S. Skagafjarðar var haldið 26. ágúst. Kepp- endur voru frá þessum þremur félögum: Umf. Geisla, Umf. Hjalta og Umf. Tindastól. U.M.S. Norður-Þingeyinga og íþróttafélagið Völsungar, Húsa- vík kepptu i flestum greinum frjálsiþrótta, knattspyrnu og Iiandknattleik kvenna í Húsavík 13. ágúst. Félögin urðu jöfn að stigum. Knattspyrnumóti U.M.S. Eyjafjarðar lauk 20. ágúst með sigri Umf. Reynis, Árskógsströnd, sem hlaut 8 stig og varð Eyjafjarðarmeistari í knattspyrnu 1950 og hlaut bikar mótsins. Umf. Ársól og Umf. Framtíðin hlutu 4 stig hvort, Umf. Æskan 3 stig, Bindindisíélagið Dalbúinn 1 stig. Umf. Egill Skallagrímsson og Umf. Björn Hítdælakappi á Mýrum héldu íþróttamót að Leirulæk 20. ágúst. Er þetta i fyrsta skipti, sem slíkt íþróttamót er haldið. Björn Hítdæla- kaj)pi vann mótið. Einnig var keppt í nokkrum greinum fyrir drengi. í reiptogi vann Egill Skallagrímsson. MEISTARAMÓT ÍSLANDS var háð i Reykjavík 14. og 15. ágúst. Er hér birtur fyrsti mað- ur í hverri grein, svo lesendur geti haft það til samanburðar við úrslitin á héraðsmótunum. Bob Matliias, hinn 19 ára gamli heimsmethafi i tugþraut, frá U.S.A., keppti sem gestur á mótinu. Setti hann verulegan svip á mótið, þar sem hann gekk úr einni grein í aðra og sýndi jafnan drengilegan og fallegan leik, enda þótt hann næði yfirleitt ekki þeim árangri, sem hann er vanur. Veldur liar einkum um köld veðrátta. Ú r s 1 i t : 100 m. hlaup: Ilaukur Clausen (ÍR) 10.8 sek. 200 m. hlaup: Guðmundur Lárusson (Á.) 22.5 sek. Hann varð einnig íslandsmeistari í 400 m. hlaupi (49.5 sek.). 800 m. hlaup: Magnús Jónsson (KR.) 1:55.7 mín. 1500 m. hlaup: Pétur Einarsson (ÍR.) 4:09.4 min. 5000 m. hlaup: Stefán Gunnarsson (Á.) 16:28.2 mín. 400 m. grindahlaup: Ingi Þorsteinsson (KR.) 56.2 sek. 100 m. grindahlaup: Örn Clausen (ÍR.) 15.3 sek. 100 m. hlaup kvenna: Hafdís Ragnarsdóttir (KR.) 13.1 sek. 80 m. grindahlaup kvenna: Márgrét Hallgrímsdóttir (Umf. R.) 15.1 sek.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.