Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 4

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 4
52 SKINFAXI miklir erfiðleikar bíða okkar í framtíðinni, ef við kjósum að viðhalda þjóðlegri menningu og lungu. Tvíbýlið verður hér ekki einungis í eiginlegri merk- ingu. Hér verður og málatvíbýli og menningarlegt tví- býli, ef svo má að orði komast. Þess vegna er okkur svo mikil þörf á menningarlegri sjálfstæðisbaráttu. Hverjir eiga þá að hegja þessa baráttu? Því er fljót- svarað. Allir sannir íslendingar. Félagasamtök, skól- ar, heimili. Einstölc félög og félagasamtök eiga að halda uppi skgnsamlegri og hlegpidómalausri gagn- rýni á nýja siði og aðfluttar venjur og vera jafnan reiðubúin að velja og hafna. Þeim á að skiljast, að það er ekki ætíð vandalaust að kunna að velja og hafna. Hér hlýtur þáttur blaða og útvarps að vera stór. Skólarnir eiga að leggja áherzlu á skgldur æsku- lýðsins við þjóðlegan arf og tungu. Þeir verða að gera ungu fólki það Ijóst, að aukið málanám krefst betri og gleggri kunnáttu i móðurmádinu. Of mikil staf- setningarkennsla og málfræðiþóf má þoka fgrir lestri góðra bóka, fornra og nýrra. Hið lifandi mál sé jafn- an aðalnámsefnið í móðurmáli. Foreldrarnir verða með lagni að brýna fgrir börnum sínum vandað mál- far og virðing fgrir þjóðlegum verðmætum. Þeir verða að minna þau á, að það er auðlærð ill danska, og það kostar að vera kvistur á merkum þjóðarmeiði, þótt lítill sé og fátælcur. Hér er hlutverk að vinna fgrir alla. Þjóðin verður að vera minnug þeirra sanninda, að glati hún virð- ingu fgrir tungu sinni og menningarlegum arfi, mun skammt að bíða þess, að hún glati sjálfstæði sínu að fullu og öllu.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.