Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.07.1951, Qupperneq 5
SKINFAXI 53 Islenzk skáld og rithöfundar II. GIJIMIVAR GIJMIMARSSOIM Gunnar Gunnarsson er einn af Væringjunum í hópi íslenzkra rit- höfunda. Hann sigldi ungur til Danmerkur, lærði að rita á danska tungu og nam gott og fagurt land í bókmenntaheiminum. Hann flutt- ist heim til fslands aftur rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld, þá frægur víða um lönd og vel efnaður, keypti bújörð á æskustöðvum sínum, reisti hin myndarlegustu hús á jörð sinni og bjó þar um áratug. Fyrir tveim árum gaf hann ríkinu jörð sína, Skriðuklaustur í Fljóts- dal, og hefur nú setzt að í Rvík. Gunnar Gunnarsson er fæddur á Valþjófsstað í Fljótsdal 18. maí 1889. Hann fluttist til Danmerkur árið 1907 og stund- aði nám í lýðháskólanum í Askov í tvö ár. í Danmörku átti hann heima til ársins 1939. Gunnar Gunnarsson er aðallega skáldsagnahöfundur, þótt hann hafi einnig ort Ijóð og samið leikrit. Sögur hans hafa verið þýddar á ensku og þýzku og fleiri mál. Hann varð fyrst kunnur um öll Norðurlönd fyrir sagnabálk sinn Sögu Borgar- ættarinnar, sem út kom á árunum 1912—1914. Var það einkum þriðja bindið, Gestur eineygði, sem hann hlaut almenna viður- kenningu fyrir. Sumar skáldsögur hans má hiklaust telja með því bezta, sem ritað hefur verið af íslendingi. Er þar fyrst að nefna sagnabálk hans, Iíirkjuna á fjallinu, sem á íslenzkunni er þrjú stór bindi. Er þetta mikla verk byggt á lífi og reynslu skáldsins og rekur þroskaferil þess í skáldsöguformi. Halldór Iíiljan Laxness þýddi verkið á íslenzku, en Gunnar Gunn- arsson hafði áður þýtt skáldsögu hans, Sölku Völku, á dönsku. Kirkjan á fjallinu er svo heillandi fagurt verk, að hver ungling- ur í landinu ætti að hafa lesið það eða heyrt, áður en hann hættir námi, og þó sérstaklega fyrstu tvö bindin. Einnig hefur Gunnar ritað sögulegar skáldsögur, t. d. Jón Arason og Hvíta Krist. f sama flokki má og telja Svartfugl, eina snjöllustu skáld- sögu hans. Eru rit hans öll að koma út í heildarsafni hjá út- gáfufélaginu Landnámu, og eru þegar komin út 10 stór bindi. GUNNAR GUNNARSSON

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.