Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 9

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 9
SKINFAXI 57 húsdýra og suðu á fóðri þeirra, útungunarvélar og fósturmæður, lýsing hjá alifuglum til varpaukningar um vetrarmánuðina. — Hafa tilraunir sýnt 50% varp- aukningu, þar sem lýsing er — Súgþurrkun á heyi og heymjölsvinnsla. Heyflutningur í og úr hlöðu, saxarar, tæki til að taka hey úr stáli, mjaltavélar, skilvindm', flórhreinsun, tæki til að flytja mykju út í haug, gripa- hreinsun, vélar til fóðurblöndunar, vatnsdælur, margs konar smíðavélar og logsuðutæki. Kæling og frysting. Upphitun gróðurhúsa og jarðvegshitun. Þessi atriði, sem gætu þó verið langtum fleiri, ef nákvæmlega væri skilgreint, sýna glögglega hvers virði sveitunum er að fá rafmagn. Raforkulögin. Fyrstu lög um samveitur á Islandi eru nr. 12 frá 1946. Þau voru undirbúin af 5 manna milliþinganefnd, sem kosin var á Alþingi 1942, samkvæmt þingályktun, sem flutt var af 9 þingmönnum það ár. Raforkulögin skiptast i þessa átta kafla: 1) Um vinnslu raforku. 2) Um rafmagnsveitur ríkis- ins. 3) Um héraðsrafmagnsveitur. 4) Um héraðsraf- magnsveitur ríkisins. 5) Um raforkusjóð. 6) Um raf- magnseftirlit rikisins. 7) Um stjórn raforkumála. 8) Al- menn ákvæði. Eins og fyrirsagnir kaflanna bera með sér, ná lögin yfir öll þau atriði, sem máli skipta i sambandi við raforkumálin. Hér verða þau ekki skýrð nánar. Heldur skal gefið nokkurt yfirlit um það, sem gert hefur verið frá því lög þessi voru sett, og hvað áætlað er að gera á grundvelli þeirra. Á síðastliðnum vetri flutti Jakob Gíslason raforku- málastjóri stórfróðlegt og yfirgripsmikið erindi um rafmagnsmál sveitanna á fundi í Verkfræðingafélagi Islands og víðar. Grein þessi er byggð á upplýsingum þeim, sem erindið veitti.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.