Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 12

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 12
60 SKINFAXI liggja aðalveitur með hárri spennu, 30—60 þús. volt og jafnvel hærri, eins og nýja Sogslínan, sem verður 130 þús. volt, til aðalspennustöðva, sem standa í nánu sambandi við lcaupstaði, kauptún eða miðsvæðis í héraði, sem dreifa á raforku um. I þessum aðalspennu- stöðvum er spennan lækkuð niður í lægri háspennu, sem notuð er í linum héraðsveitunnar til dreifingar orkunnar til notenda í héraðinu. 1 þeim er spennan lækkuð í 10 þús. volt, en við þeirri spennu er orkunni veitt um þær héraðsveitur til sveita, sem rafmagns- veitur ríkisins eru nú að leggja. Stofnlínur út frá þessum aðalspennistöðvum eru nú lagðar sem þrífasa loftlinur áleiðis út um sveitirnar, en frá stofnlínum og í framhaldi af þeim eru síðar lagðar einfasa línur heim að bæjunum. Heima við bæina eru svo spennistöðvar, sem lækka spennuna úr 10 þús. voltum í 220 volt, sem er hin venjulega notkunar- spenna. Víðast er ein spennistöð fyrir hvert býli, og því aðeins eru tvö býli eða fleiri saman um spenni- stöð, að bæirnir standi í sama túni eða því sem næst. Lengd frá spennistöð er heppilegast að sé ekki nema eitt til tvö hundruð metrar og alls ekki yfir km. Frá spennistöð liggur síðan lágspennt heimtaug í húsvegg, venjulega tveir eirvírar, og úr henni ein- angraðar taugar inn i gegnum vegginn og að aðalvörum og rafmagnsmæli. Myndin hér á móti sýnir yfirlit yfir nýju Laxárvirkjunina. sem er á móts við bæinn Brúar i S.-Þingeyjarsýslu. Nýja virkj- unin er um 350 m. neðar með ánni, en gamla virkjunin. Efst á myndini sést stífla með lokuhúsum. Frá henni liggur 350 m. trépípa, sem er 4 m. að innanmáli, og liggur hún að jöfnunarturninum, sem er 19,5 m. á liæð og 13 m. að innan- máli. Frá turninum og að stöðvarliúsinu liggur þrýstivatns- pipa úr stáli, sem er 4 m. löng. í stöðvarhúsinu er ein véla- samstæða 11,500 hö. Nýju aflstöðinni verður að mestu leyti stjórnað með sjálfvirkum stýritækjum frá gömlu aflstöðinni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.