Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 15
SKINFAXI '63 notendur greiði hlut héraðanna að fullu með hinum svonefndu heimataugagjöldum. Miðað hefur verið við stofngjald kr. 2000.00 á hvert býli og ákveðinn hundraðshluta af samanlögðu fasteignamatsverði jarða og húsa. Sá hundraðshluti er mjög mismunandi í hin- um ýmsu sýslum, eftir því hve fasteignamatið er hátt, en yfirleitt 30—55%. Stofnkostnaður héraðsrafmagnsveitna ríkisins var i ársbyrjun 1951 orðinn kr. 13.4 millj. Greidd heimtauga- gjöld námu rúmlega kr. 2 millj. eða 15% af stofn- kostnaði, en styrkur ríkissjóðs, þ. e. fjárveiting til „nýrra raforkuframkvæmda“ kr. 7.4 millj. eða 55% af stofnkostnaði. Afgangurinn hefur að mestu komið sem lán úr raforkusjóði. En ríkissjóður hefur síðan 1947 lagt honum til kr. 2 millj. á hverju ári. önnur lán hafa ekki fengizt, nema kr. 1.5 millj. frá Trygg- ingarstofnun ríkisins á síðasta ári. Lán á frjálsum markaði hafa brugðizt, en gert er ráð fyrir í lögunum, að nokkur hundraðshluti af stofnkostnaði komi þannig. Heimtaugagjöldin hafa orðið til þessa kr. 6.920.00 til jafnaðar á hvern gjaldanda. Hve mörg býli fá rafmagn frá samveitum? 1 ársbyrjun 1951 eru talin um 5555 býli í landinu. Af þeim hafa nú 1119 fengið rafmagn, eða 20.14%. Til þess að sjá þeim tæplega 80% býlum, sem þá eru eftir, fyrir rafmagni, virðast einkum þrjár leiðir. 1. Að leggja héraðsrafmagnsveitur eða samveitur út frá stórum orkuverum. 2. Að byggja smáar vatnsaflsstöðvar fyrir einstök býli eða nokkur býli saman, þar sem skilyrði slíkra virkjana eru fyrir hendi, en strjál byggð. 3. Að setja upp mótorrafstöðvar. Skal hér nokkuð rætt um 1‘yrsta atriðið. Raforku-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.