Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 24

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 24
72 SKINFAXI staka notanda að meira gagni en einfasa veitur. Þær eru einnig taldar einfaldari í frágangi og öruggari í rekstri. Gengisbreytingin 1950 varð enn til þess að auka kostnaðarmismuninn, þar sem þrífasaveiturnar þurfa 35% meiri gjaldeyri. Framtíðarhorfur. Samveitur um hinar þéttbýlli sveitir landsins er ekki lengur fjarlægur draumur. Spurningin er aðeins sú, hvort Islendingar verða þess megnugir næsta aldar- fjórðunginn, eða hvort það tekur lengri tima. Enn- fremur, hvort unnt verður að styðja þau ca. 2100 býli, svo þau geti á sama tíma komið sér upp einkaraf- stöðvum, eftir því sem kerfið stækkar. Þegar allir Islendingar eiga kost á rafmagni, er merkilegum áfanga náð. Vonandi ei', að sú kynslóð, sem nú er miðaldra eða yngri eigi eftir að lifa þá tíma. Sýni þjóðin sparsemi, kunni fótum sinum forráð fjár- hagslega og verði ekki fyrir sérstökum óhöppum með atvinnuvegi sína, má vænta þess fastlega, að hún geti lagt það fjármagn af mörkum, sem til þess þarf, bæði ríkissjóður og einstaklingarnir. Hér er áreiðanlega eitt af stærstu og glæsilegustu verkefnum þessarar kynslóðar. Iiver einstaklingur get- ur verið þátttakandi í þessu starfi, m. a. með því að leggja sparfé sitt þar á vöxtu. Þetta er ekki aðeins málefni sveitanna, heldur allrar þjóðarinnar. Blóm- legur landbúnaður, sem dregur fólkið til sín, er bæjun- um ómetanlegur styrkur. Það tryggir þeim hollar lífs- nauðsynjar og dregur úr Iiáska atvinnuleysisins. Vel- megandi landbúnaður hefur verið, og mun jafnan verða, kjölfestan í þjóðfélaginu. Hann á því sannarlega skilið að verða aðnjótandi þeirra gæða, sem rafmagnið getur veitt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.