Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 28

Skinfaxi - 01.07.1951, Síða 28
76 SKINFAXI búr jarðsögulegra menja. Hefur hann dregið til sín marga þekkta vísindamenn, því þar gefst gullið tækifæri til að rannsaka lífssöguna á hinum ýmsu tímabilum ísaldar. Skammt þar frá eru svo katakombur Páls postula, sennilega furðuleg- asti staðurinn þar um slóðir. Þær haldast í sinni upprunalegu mynd sem elzti hvílustaður kristinna manna á eynni. Kata- kombur þessar eru mikið völundarhús jarðganga og rangala. sjö til tíu metra undir yfirborði jarðar. Ut frá göngunum eru hinar mörg hundruð ára gömlu grafir, líkar að gerð og legu gröfunum í katakombum Rómaborgar, enda frá svipuðum tíma. Rétt hjá katakombunum er merkasti og fornhelgasti staður- inn á eynni. Þetta er dásamleg borg. byggð 700 árum f. Kr.. og var þá kölluð Melita. Hinir miklu borgarmúrar voru varn- arvirki gegn innrásarmönnum, og eftir þeim var hún kölluð „borgin innan múranna“. Seinna hertóku Arabar hana og nc/fndu hana þá Mdina, og það nafn ber hún í dag. Alfons konungur V. í Aragoníu gaf einum aðalsmanni sínum Möltu mörgum árum seinna, og hann gaf borginni enn eitt nafnið. Notabile. Hún var um aldir höfuðborgin á eynni. En þegar Jóhannesarriddararnir byggðu Valetta ó sextándu öld, gáfu þeir borginni enn nýtt nafn og kölluðu hana „borgina fornu“. Kirkjan í Mdina, helguð Pétri og Páli postulum, stendur á sama stað og kirkja sú, er Roger Normannahöfðingi lét byggja, en hún skemmdist í jarðskjálfta árið 1693. — Saga Mdina, borg- arinnar fornu, og nafngiftir hennar, vitna um hin mörgu og mismunandi tímabil í sögu Möltu. Eyjan kom í hlut Englendinga árið 1919. Þessar fáu rissmyndir gefa ofurlitla hugmynd um eyju Breta í Miðjarðarhafi. Malta er engin paradís. Hana skortir margt, sem nútíma menningarlíf krefst, og íbúar hennar eru þegar allt of margir. En hún á sér glæsilega sögu, og íbúar hennar eru dugmikið fólk, sem er hrifið af eylandi sínu, sögu þess og fornri frægð. (Lauslega þýtt og endursagt.)

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.