Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.07.1951, Blaðsíða 34
82 SKINFAXI verið meS og liafa áhuga á hópfimleikum. Þá, sem tregir eru til þátttöku í hópsýningu, má fá á stað í æfingu, vegna þess' að æfingin er þeim holl og þörf, ef þeir eru t. d. að æfa undir keppni í frjálsum íþróttum. Þeir lenda í hópsýningunni, ef að vanda lætur. Hver sá, sem ætlar að æfa, fær tímaseðilinn i hendur til þess að æfa eftir lionum heima hjá sér. Leiðbeinandinn, sem hefur lært æfingarnar hjá sýningar- stjóranum, nær félögum sínum til samæfinga við og við. Þeg- ar fer að draga nær hópsýningunni, tekur sýningarstjórinn sér ferð á hendur, og samkvæmt auglýstri ferðaáætlun mætir hann á vissum stað lijá hverju félagi og hefur samæfingu, Daginn fyrir héraðsmót nær liann öllum þátttakendum til hópæfingar. Slíkur undirbúningur sem þessi myndi efla mjög félagslíf og ekki siður íþróttagetu, með þvi að ungmennafélagar tækju að æfa heima hjá sér reglulega samhliða vinnu sinni. Reynum þetta, góðir ungmennafélagar! Tímaseðillinn er saminn af Stefáni Kristjánssyni iþróttakennara og æfður í hópi íþróttakennara á s.l. liausti. Tímaseðill. 1. Gangur og hlaup fram í raðir. Ganga skal þannig inn, að hinir stærstu gangi fyrstir. Þeir nema staðar á öftustu merkjunum (aftast á svæðinu) og raðirnar liðast siðan fram (sjá æfingu 1), allir samtímis, unz allir eru komnir á sína staði, þá nema allir staðar samtímis. Þetta skal gert hlaupandi. 2. Réttstaða, armteygjur út og upp (rólega, talið upp að 4). Djúpar og mjúkar hnébeygjur og réttur með armsveiflum niður—fram—aftur (1) og niður—fram—upp (2) og uppi ein teygja (áherzla) (3—4). Standa skal með fætur sam- an, tær snúi beint fram, fingur laust krepptir, standa skal í allan fótinn (ekki lyfta hæluin). Æfinguna skal gera mjúkt og liðlega og þrisvar sinnum. Hné skulu vera rétt, þegar armar eru uppi og þegar armar eru i hæstu stöðu aftur. Æfing 2 endar í seilstöðu (armar upp) og úr þeirri stöðu er stigið 3. langt hliðarstig til vinstri með armteygjum út (1). Stíg til baka með röskri fráspyrnu (réttu úr ökla) og arm- teygjum upp og þá armsveiflum i kross framan við brjóst (2—3) og um leið og armar lyftast út af öxlum, er stigið til liægri og æfingin endurtekin. Æfinguna skal gera þrisv- ar á hvora hlið. — Hliðarstigið skal vera langt, og tær

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.