Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 38

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 38
86 SKINFAXI þess fótar skulu snúa 45° út á við. í stiginu til baka skal fimleikamaðurinn reisa sig vel og teygja armana vel út —upp. Önnur og þriðja æfing skulu renna þannig saman: Þegar iðkandinn sveiflar örmunum upp í fyrra sinn i siðustu umferðinni (mótsvarar tölunni þremur), segir kennarinn „hliðarstig“. Þegar nemandinn gerir teygjuna (áherzluna, mótsvarar tölunni 4), fellur skipunin „nú“ og renna því æfingarnar saman. 4. Gleiðstaða með armteygjum út. Armar falla niður með hliðum, líðandi hliðbeygja, vinstri og hægri (1—2). Hlið- beygja til vinstri með armsveiflu liægri arms út—upp yfir höfuð, og hnébeygju hægri fótar og einni teygju (áherzlu 3—4). Þá líðandi hliðbeygju hægri og vinstri o. s. frv. — í armsveiflunni út—upp skulu olnbogi, úlnliður og fing- ur vera beinir. — Þessa æfingu skal gera þrisvar á hvora hlið. — Æfingar nr. 3 og 4 renna þannig saman: Þegar stigið er út til hægri í síðustu umferð, fyrirslcipar kenn- arinn „hliðbeygja“ og um leið og hópurinn réttir úr hægra hné fyrirskipar kennarinn „nú“, og síðan byrjar talning fyrir æfingu nr. 4. 5. Snúningur til vinstri og hægri (I. röð snýr sér til hægri en 2. til vinstri o. s. frv.) (5). Síðan fer 2. röð upp i hand- stöðu en 1. röð tekur á móti o. s. frv. (6). Síðan er skipt um. — Snúningarnir gerast þannig: 1.—3.—5. röð o. s. frv. snúa skemmstu leið til hægri, teygja liendurnar fram og standa viðbúnar til að taka á móti 2.—4.—6. röð o. s, frv. snúa til vinstri, og sveifla vinstri armi út—niður og fram, en hinum hægri er aðeins sveiflað fram, einnig skal dúað lítils háttar í vinstra hné (þá er talið 5), en síðan farið upp í handstöðu (þá er taliö 6). Hliðb., snúningur og handst. renna þannig saman: Þegar hópurinn gerir hliðb. með armsveiflum út í síðasta skipti. fyrirskipar kennarinn „handstaða", en á teygjunni (áherzl- unni) „nú“. Þegar skipt er um þá, sem standa á höndum, skulu þeir sem tóku á móti ekki Játa hendur siga, en þeir sem koma niður úr liandstöðunni risa upp með vinstri fót framar og arma teygða fram. Þegar seinni rnenn fara nið- ur úr liandstöðu, skulu allir stíga fremri fæti að þeim aftari. Á skipun kennarans hoppa allir út í gleiðstöðu og snúa fram. Haga þeir lioppinu svo, að þeir koma niður á rétta staði. 6. Gleiðstaða. Bolbeygja áfram, með klappi í gólf þrisvar. í hvert sinn eru bil milli lianda lengd. í síðasta sinn skulu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.