Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 40

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 40
88 SKINFAXI rétta úr sér skulu allar raðir láta arma falla niður með hliðum. 14. Réttstaða: Hopp fætur sundur og saman með armsveiflum út í axlahæð (1—2), en upp yfir höfuð með lófaklappi (3—4). Á fjórum er gerður snúningur til vinstri 90°. í sjðasta skiptið skal staðnæmst með fætur sundur og lúta áfram, styðja höndum á hnén. 15. Á skipun kennarans byrja öftustu menn höfrungahlaup fram eftir röðinni og svo hver af öðrum. Þegar öftustu menn eru komnir fram fyrir röðina skulu þeir hlaupa áfram í hring. 16. Hlaupið og numið staðar í tvöföldum liringjum, aftari röð styður höndum á axlir þeirra er standa innar i hringnum: Átta hliðar-hlaupskref til hvorrar liliðar. — Á skipun kennarans „inn í hringinn — fall“, skulu báðar raðir falla inn í hringinn. Fremri röðin með vinstri fót fram og arma teygða upp. Aftari röðin með hægri fót fram og arma við hlið. Á skipun kennarans „í jafnvægi — upp“, skal innri röðin fara upp i jafnvægi m'eð arma út og tylla tám hægri fótar á liné aftari raðar, sem með höndunum skal styðja við fótinn. Á skipun kennarans „snú“, snúa báðar raðirnar (hringirnir)) sér við svo þær snúa út úr hringn- um. Ytri röðin snýr til vinstri og sveiflar örmunum fram og upp. Innri röðin felli hægri fót að gólfi og snúi sér til hægri og leggi hendur að hliðum og verði þannig tilbúin að taka á móti liinum. Innri hringurinn tekur sér þannig stöðu að baki ytri hringnum á sama hátt og ytri röðin áð- ur. Ytri röðin fer nú upp í jafnvægi. Á skipun kennarans „standið upp“, draga þeir í innri hringnum aftari fótinn að þeim fremri og leggja hendur að liliðum, en þeir j ytri hringnum leggja aftari fót j gólf, snúa sér til hægri og fella arma að hliðum (raðir snúi saman). 17. Hlaupið úr hringnum skemmstu leið i raðir til boðhlaups.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.