Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 45

Skinfaxi - 01.07.1951, Side 45
SKINFAXI 93 Ungmennafélagar! Vinnið ötullega að aukinni útbreiðslu Skinfaxa. Fáið unga fólkið, sem er að ganga í félögin til þess að gerast áskrifendur. Sendið afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara tímarit. Ef helm- ingur allra Umf. í landinu gerðust áskrifendur að Skinfaxa. gæti hann stækkað um helming, án þess að hækka í verði. 2. hefti Skinfaxa 1941. er uppgengið hjá afgreiðslu Skinfaxa. Einhverjir Umf. munu væntanlega eiga þetta hefti í fórum sínum og eru þeir vin- samlega beðnir að senda afgreiðslu Skinfaxa það, sem til er af þvi, sem allra fyrst. Skinfaxi fæst að mestu frá 1925. Bók ungmennafélaga. Ungmennafélag íslands hefur útvegað nokkur eintök af bók Jens Marinus Jensen, Ad nordlige Veje, sem segir frá starfsemi ungmennafélaga á Norðurlöndum og heimsókn til þeirra allra. Þar er skennntilegur þáttur um ferð höfundar til íslands sumarið 1949 og U.M.F.Í. Verð bókarinnar er kr. 25.00 ísl. auk kostnaðar við póstsendingu. Ungmennafélagar, sem hug hafa á að eignast þessa bók, ættu að skrifa eftir henni sem fyrst til U.M.F.f. Lausavísnaþáttur. í ráði er að taka upp lausavísnaþátt í Skinfaxa, eina til tvær bls. í senn. Þetta gæti beinlínis orðið þáttur lesendanna. Kannske gætu Umf. kveðizt á, eða héraðssambönd? Sérstak- lega væru kærkomnar vísur eftir ungt fólk, en allir koma auðvitað til greina. Sendið Skinfaxa visur, nýkveðnar, eða gamlar, sem ekki hafa áður birzt. Nöfn verða að sjálfsögðu að fylgja — og skýringar, ef þurfa þykir. Samnorræna sundkeppnin. Skemmtilegt átak alþjóðar. Sundkeppnin hófst við marga sundstaði landsins þegar hinn 20. maí, á öðrum sundstöðum ekki fyrr en um mánaða- mót maí—júní, og á nokkrum stöðum liefst hún eigi fyrr en 15.—20. júní. Allir aðilar, sem áttu að annast skipulag og framkvæmdir hafa tekið l>au verkefni góðum tökum. Helzt

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.