Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 46

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 46
94 SKINFAXI hefur enn skort á, að einstök félög skipuðn sundnefndir og smöluðu félögum sínum til sunds. Margir sundstjórar hafa skýrt frá þvi, hve ánægjulegt væri að starfa að þessari keppni, vegna þess að: „fólkið vill sjálft", eins og margir þeirra hafa komizt að orði. Forstöðumenn sundstaða hafa komizt þannig að orði: „Gjörbreytt aðsókn“, „Blind ös“. Eftirfarandi bréfkafli skýrir vel hug ýmissa eldri manna og ánægju þeirra, jafnvel stolti yfir því að þeir liafa getað synt 200 m.: „Ég lief ekki synt i 20 ár. Fyrir nokkru tók ég að prófa mig. Ég komst 50 mctra og var þreyttur og enn þreytt- ari daginn eftir. Svo fór ég degi síðar, var enn verri. Svo hvíldi ég mig í tvo daga. Fór til laugar og synti um 100 metra og var lítt þreyttur. I dag synti ég 240 m. Þann 30. maí verð ég 55 ára og þá læt ég skrá mig. Mér finnst ég ekki vera eins gam- all og áður. Góð verðlaun, finnst þér ckki?“ í einni sveit hafa 00 bændur æft sig undir 200 metra. Þegar þeir geta synt allir, ætla þeir að bjóða konum sínum mcð sér, „svo að sund okkar verði nógu vottfast.“ í annarri sveit byrjuðu nokkrir eldri menn og konur. Að lokinni þátttöku, skoruðu konurnar hver um sig á 3 konur til þátttöku og liver karlmaður á 3 karlmenn og þannig ætla þau að „velta 45% sveitarinnar i laugina." Það, sem er mikilsvert í þessu, er, að fólkið vill æfa sund. Það er betra en konungleg sigurlaun. Góðir ungmennafélagar! Ungmennafélögin hafa ávallt unn- ið vel að eflingu sundíþróttarinnar! Sýnum, að það starf hefur eigi verið unnið fyrir gýg. Finnskur þjóðdansaflokkur í heimsókn. í ráði er að þjóðdansaflokkur frá Ungmennasambandi Finn- lands komi í heimsókn til íslands 0. jiilí í sumar og dvelji liér vikutíma í boði U.M.F.Í. og Umf. Reykjavíkur. Mun hann sýna finnska þjóðdansa í Reykjavík og nærliggjandi héruðum. Flokk- ur þessi hefur áður sýnt víða á Norðurlöndum og þykir af- bragðsgóður í sinni grein, enda stendur þjóðdansamennt Finna mjög hátt. Raddir varðveittar á stálþræði. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur aflað sér stál- þráðartækja og liyggst nota þau m. a. til upptöku og varðveizlu á röddum nokkurra gamalla Húnvetninga. Þá hefur sambandið í samvinnu við sýslu og Kaupfélag Hún-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.