Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 47

Skinfaxi - 01.07.1951, Page 47
SKINFAXI 95 vetninga liafið kvikinyndatöku af atvinnulífi og búnaðarkátt- um liéraðsins, merkum stöðum, atburðum sem gerast, einstök- um heimilum og mönnum. Tekur Kjartan Ó. Bjarnason mynd- ina. Þá er til atbugunar að koma upp byggðarsafni fyrir hér- aðið. Allt er þetta þýðingarmikill skerfur til varðveizlu þjóðlegra verðmæta og minja og ákjósanlegt verkefni Umf. ekki aðeins í Austur-Húnavatnssýslu heldur um land allt. Húnavaka. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur undanfarin ár haldið fræðslu- og skemmtiviku á Blönduósi, sem lilotiS hefur nafnið Húnavaka. Hún var að þessu sinni dagana 1.—5. mai. Sótti hana um 1100 manns. Helztu skemmtiatriði voru þessi: Leikfélag Blönduóss sýndi sjónleikinn „Hallstein og Dóru“, eftir Einar H. Ivvaran þrisvar sinnum. Leikfélag Höfðakaupstaðar sýndi sjónleikinn „Póst- urinn kemur“, einnig þrisvar sinnum. Páll Kolka héraðslækn- ir flutti fjögur erindi frá Ameríkuför sinni á síðastliðnum vetri. Gísli Óiafsson skáld frá Eiríksstöðum flutti lcvæði. Karla- kórinn „Húnar“ skemmti með söng. Kvikmyndasýningar voru alla dagana, og ýmislegt fleira var til skemmtunar. Húnavakan hefur jafnan farið ágætlega fram og verið U.M.S. A.-Hún. til sóma. Væri vel, ef viðar væri hægt að koma upp slíkum fræðslu- og skemmtivikum, sem ynnu sér slíka liefð í menningar- og félagslífi liéraðanna. Breytt tilhögun á útkomu Skinfaxa. í ár koma út 3 hefti af Skinfaxa, 2 hefti 3 arkir og 1 hefti 4 arkir. Er þetta annað heftið, en þriðja hcftið kemur í haust. Þessi breyting er gerð samkvæmt samþykkt sambands- ráðsfundar á síðastl. hausti. Vonandi fellur lesendum þetta betur í geð, og væri fróðlegt að fá að vita um álit þeirra í þessu efni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.