Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1952, Qupperneq 48

Skinfaxi - 01.04.1952, Qupperneq 48
48 SKINFAXI Ungmennafélög! Áríðandi er að ógreidd áskriftag.jöld fyrir árið 1951 og eldri séu send strax. Afgreiðsla Skinfaxa þakkar þeim inörgu, sem sent liafa áskriftagjöldin skilvislega. Minnið félagana á að gerast áskrifendur, sem cnn hafa ekki gert það. Frá Umf. Eyrarbakka er Skinfaxa skrifað: „Árshátíð félagsins var lialdin 15. janúar og var dagskráin hin fjölbreyttasta. Sýndur var sjón- leikurinn Húsbóndaskipti, 20 manna félagskór söng, undir stjórn Guðjóns Guðjónssonar. Tvœr stuttar ræður fluttar, lesið upp, sýnd kvikmynd og að lokum dansað. Félagsstarfið hefur verið blómlegt, það sem af er vetri. Stöðug íþróttakennsla hefur verið, bæði leikfimi og frjáls- íþróttaæfingar inni. Kennari var Hermann Sigtryggsson frá Akureyri. Kór félagsins hefur æft söng, talæfingar hafa verið vikulegar og æfður leikþáttur fyrir árshátíðina, eins og áður segir. Sennilega hægist um er dregur að vertíð.“ íþróttanefnd ríkisins hefur senn lokið úthlutun fjár úr íþróttasjóði 1952. Alþingi veitti til lians kr. 600 þús. en fjárjiörf hans var um síðustu áramót rúmlega kr. 2 millj. svo miklu munar að liægt sé að gera upp við alla þá aðila sem styrks njóta úr sjóðnum. Skrifstofa U.M.F.Í. er að Lindargötu 9A, efsta hæð. Hún er opin kl. 16—19 á mánudögum og fimmtudögum. Auk allra venjulegra málefna U.M.F.f. annast skrifstofan afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa. Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga fslands. Pósthólf 406 — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.