Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 3

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 3
SKINFAXI 99 myndum, en sérfróðir menn á ýmsum sviðum búnaðar- mála hafa verið fengnir til að semja þætti um sínar sérgreinir. Má þar sérstaklega nefna þættina um bú- fjármat og dráttarvélaakstur. Þessir starfsíþróttaþættir eru nú orðnir alls 8. Eru þeir sérprentaðir, og einnig eru þeir að birtast í Skinfaxa. — Síðan hefur þú ferðast um og leiðbeint um fram- kvæmd á keppni í vinnubrögðum og lagt á ráðin um starfsíþróttamót ? — Já, Ég fór um Suðurland, Rangárvalla-, Árnes-, og Kjósarsýslur, og um allt Norðurland frá Holtavörðu- heiði til Langaness. — Og hvernig hagaðir þú störfum þínum með f élögunum ? — Venjulega hélt ég fyrst fund, ræddi þar um starfs- íþróttir almennt, lýsti tilgangi þeirra og markmiði. Síðan sýndi ég fólki starfsíþrótt, t.d. dráttarvélaakstur, eða ég fór beint í fjósið og útskýrði, hvernig keppni 1 búfjárdómum færi fram. Ég setti mig að sjálfsögðu jafnan í samband við búfjárræktarráðunauta húnaðar- sambandanna. Voru þeir mjög samvinnuþýðir og áhuga- samir um þessi efni. Hafa þeir sýnt þessari starfsemi okkar mikinn velvilja og liafa lofað að aðstoða ung- mennafélög við starfsíþróttamót. Ég reyndi og eftir megni að leiðbeina um framkvæmd slíkra móta. — Þú hefur sannarlega þurft að hafa hraðann á að ferðast svona víða. Þú hlýtur að liafa verið stutt hjá hverju félagi? — Já, allt of stutt. Sum félögin heimsótti ég að vísu tvisvar eða þrisvar, en langri viðdöl hjá hverju þeirra varð ekki viðkomið. Mér var ljóst, að ég þurfti að leggja megináherzlu á að kynna þessa nýju grein og reyna að vekja áhuga forystumannanna, svo að þeii tækju að líta á starfskeppni í ýmsum greinum sem mikilsverðan þátt í félagsstarfinu i framtíðinni. — Og hvernig voru undirtektirnar ? 7*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.