Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 9
SKINFAXI 105 er væri með líku sniði og hann hafði kynnzt á Norð- urlöndum. Ekki varð það nein sigurganga, og lauk henni með algerum ósigri Guðmundar. Islendingar hafa raun- ar aldrei verið sérstaklega ginnkeyptir fyrir lýðháskóla- fyrirkomulaginu, og saup Guðmundur óspart seyðið af því. Sjálfur var hann sérlundaður hugsjónamaður fremur en stundaglöggur og raunsær skólamaður á gagnfræðaskólavísu. Hann var í rauninni ekki maður hversdagsleikans, og þó var hann alhliða fræðari. Hann var lýðháskólamaður i þess orðs fyllstu merkingu. Guðmundur stofnaði víða skóla á næstu 14 árum, aðallega við Eyjafjörð og á Langanesi. Eins var hann farkennari í Norður-Þingeyjarsýslu. En eins og áður segir, var skilningur landsmanna litill á hugsjónum hans, og hvergi auðnaðist honum að stofna þann skóla, er til langframa lifði, eins og hann dreymdi um. Samt kynntist hann á þessum árum ýmsum mönnum, er kunnu vel að meta störf hans og áhuga. Má þar t. d. nefna séra Arnljót Ólafsson. Hins vegar var árferði illt á þessum árum, vesturfarir miklar og framfarahug- ur ekki vaknaður. Þessari baráttu Guðmundar lauk með því, að hann hvarf af landi burt, og þó sárnauðug- ur, því að landi sínu og lýð vildi hann helzt vinna. Norsku ungmennafélögin buðu lionum til sin árið 1903. Dvaldist hann ytra, í Noregi og Danmörku, næstu sex árin, flutti fjölda fyrirlestra og lifði góðu lifi. En hugur hans stóð heim. Og þegar íslenzku ung- mennafélögin óskuðu eftir störfum lians árið 1909, fluttist hann heim og settist að í Hafnarfirði. Átti hann þar heima til dauðadags, en ferðaðist víða um landið og hélt fyrirlestra. Oft voru launin lítil og kjöi’in kröpp, og vonbrigði nokkur, en þó mun hann hafa unað liag sínum allvel, enda fékk hann nú að vinna íslenzkum æskulýð, en sú hafði hugsjón hans vei’ið frá unga aldri. Guðmundur skrifaði jafnan mikinn fjölda gi’eina um ýmis konar efni í norsk blöð, dönsk og íslenzk. Einnig

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.