Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 10
106 SKINFAXI gaf hann út þrjár bækur eftir fyrri heimkomuna, Melablóm 1882, Jökulblóm 1883 og Dalarósir 1885, Voru þetta skáldrit, sögur og kvæði. Guðmundur kvæntist árið 1897 Hólmfriði M. Björnsdóttur, ættaðri úr Skagafirði. Eignuðust þau þrjú börn, tvær dætur og son, en hann dó á fyrsta ári. Dæturnar giftust báðar og eiga börn. Guðmundur andaðist í Hafnarfirði 27. janúar árið 1919, 66 ára gamall. Iiólmfriður lifði mann sinn til ársins 1948. Guðmundur Hjaltason var í hærra meðallagi á vöxt, þrekvaxinn heldur og herðamikill, augun gráleit, and- íitið i fríðara lagi; safnaði fljótt alskeggi. Hann var um ýmsa hluti sérkennilegur maður, er aldur færðist yfir hann, hægur í fasi og hógvær, fáskiptinn og háleitur á göngu. Er hann flutti fyrirlestra, gekk hann tíðum örlítið um gólf, veifaði hendi og lygndi augunum. Hann kvað fast að orðum, rómurinn styrkur og nokkuð hávær. Oftast mun hann hafa talað blaðalaust, enda var minnið fádæma öruggt og haldgott. Hann var sínemandi alla ævi, áhugaefnin voru margvísleg, og hugsjónaeldur ófölskaður til æviloka. Ungmennafélögin gáfu út sjálfsævisögu Guðmundar árið 1923.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.