Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 11

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 11
SKINFAXI 107 ^9n<ýó(^ur (ju(mnncli óóon . iVorrrt'ii t atsk u Itjðsin ó t i Finnlandi Dagana 3.—11. júlí í sumar fór fram norrænt æsku- lýðsmót í Finnlandi. — Mótstaðui’inn var íþróltaskóli finsk-finnsku íþróttafélaganna þar sem heitir Vieru- máki. 'Skólinn stendur á undurfögrum stað við lítið vatn, umkringt skógivöxnum hæðum. Þarna söfnuðust saman um 60 fulltrúar frá ungmennafélögunum á Norðurlöndunum fimm. Ég var einn frá Islandi og var það dálítið einmana- legt fyrst, en ekki leið á löngu, þar til ég fann að þarna var ég meðal hræðra og systra, og naut ég sam- verunnar hið bezta og kynntist mörgu fólki, sem ég þakka fyrir að hafa kynnzt. Þarna undum við okkur hið bezta við söng, ræður og umræður á daginn og svo leiki, íþróttir og þjóðdansa á kvöldin. Þarna voru flutl- ir nokkrir fyrirlestrar. Má þar nefna m. a: Yfirlit yfir þróun í Finnlandi á síðari árum. Flytjandi var Arvo Inlcilá og dró hann upp áhrifamikla mynd af baráttu Finna við þá feikilegu erfiðleika sem blöstu við þeim í lok stríðsins og er ekki ennþá að fullu rutt úr vegi. Einnig fengum við yfirlit yfir starfsemi ungmennafé- laganna í Finnlandi í sérstökum fyrirlestri. Jens Marinus Jenssen hélt mjög skemmtilegan fyrirlestur um Friðþjóf Nansen til þess að sýna okkur, hvernig Danir reyna að hafa vekjandi áhrif á æskuna með fyrir- lestrum. Veigamesti þáttur mótsins var framsöguræður og umræður að þeim loknum. Alls voru haldnar 4 slíkar framsöguræður og skyldi fulltrúi frá hverju landi annast eina framsöguræðu. Danski presturinn Sver Dissing frá Vrá talaði um heimilin og ungmenna- félögin og henti á þá þróun, sem orðið hefur og þær hættur sem stöfuðu af því að draga fólk frá heimilun-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.