Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 12

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 12
108 SKINFAXI um. Þess vegna bæri að hafa náið samstarf við heimilin og helzt að láta eitthvað al' félagsstarfinu fara fram inn- an veggja heimilanna. Af hálfu Finna flutti Henry Bockmar framsöguerindi um fjáröflun ungmennafélag- anna. 1 umræðunum komu fram mismunandi sjónarmið, en þo var það ljóst, að ekki er hæg’. að reka þróttmikið æskulýðs- starf á grundvelli ungmenna- félaganna án fjárstyrks frá opinbérum aðilum, og yfir- leitt vildu menn gera allmikl- ar fjárveitingakröfur til rík- isins, en jafnframt leggja áherzlu á, að ríkið verði ekki of afskiptasamt um starfsemina, meðan hún ekki fer á villigötur. Framkvæmdas tjóri finnsk-finnsku ungmennafélag- anna talaði um starfið meðal yngstu unglinganna og benti réttilega á þá ábyrgð, sem ungmennafélögin hafa gagnvart yngstu meðlimum sínum og þeim börnum, sem ekki ná inngöngualdri en hafa þó þörf fyrir félagslegt uppeldi. Svíinn Sam Olovs talaði um hugsjónir æskunnar og benti á ábyrgð okkar við þá æsku, sem ekki hefur komizt undir áhrif hollra félaga, lendir á villigötum og fær ekki þann lífsundirbúning, sem ungmennafélögin vilja veita meðlimum sínum. Það féll í minn hlut að tala um boðskap ungmenna- félaganna en ég mun ekki rekja efnið hér. En umræð- urnar voru hinar merkilegustu og var ákveðið að taka

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.