Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 18
114 SKINFAXI Ég mun nú í stórum dráttum lýsa tildrögum þess, að minnisvarðinn er nú risinn af grunni og fullgerður, og rekja stærstu sporin, sem liggja til þess, að svo miklu leyti sem mér eru þau kunn og þau koma Ungmennasambandi Skagafjarðar við. Sumarið 1945 héldu ungmennafélög héraðsins sam- eiginlega kynningar og skemmtisamkomu á hinum sögufræga þingstað Litla - Garði í Hegranesi. Margt ungra manna og kvenna var þar samankomið, nauí sumarblíðunnar, hlýddi á ræður manna og rifjaði upp sagnir af atburðum liðins tíma. Enda þótt það séu algild sannindi, að ungu fólki ber að horfa fram á við og setja sér takmörk að stefna að, er hitt þo engu að síður nauðsynlegt að líta stundum um öxl til þess að læra af horfna hópsins striti lífsspeki og lífssannindi þau, er aldir og ár hafa eftir skilið, verandi og komandi kynslóðum til lærdóms og eftirbreytni. Einn þeirra, er fluttu mál sitt á þessum fundi, var Eyþór Stefánsson tónskáld frá Sauðárkróki. Talaði hann um skáldið Stephan G. Stephansson og bar fram þá tillögu, að Ungmennasamband Skagafjarðar hefði forgöngu um það, að honuni yrði reistur minnisvarði í Skagafirði. Minnisvarðinn skyldi fullgerður eigi síðar en á aldai'afmæli skáldsins 1953. Tillaga þessi fékk þá þegar ágætar undirtektir og góðan hljómgrunn meðal ungmennafélaga og annarra Skagfirðinga utan héraðs og innan. Á aðalfundi Ungmennasambandsins 1946 var málið rætt allýtarlega og kosin nefnd þriggja manna tii þess að vinna að frekari undirbúningi og framgangi þess. Formaður nefndarinnar var kjörinn Eyþór Stefánsson, og aðrir nefndarmenn þeir Öskar Magnússon, bóndi, Brekku og Guðjón Ingimundarson Sauðárkróki. Samkvæmt álcvörðun fundarins hóf nefndin störf sín með því að leita tillagna Rikarðs Jónssonar mynd-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.