Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 19
SKINFAXI 115 höggvara um gerð minnisvarðans og tilhögun alla. Tók hanri málaleitan þessari með sérstakri vinsemd. Á vegum nefndarinnar kom Ríkarður Jónsson norður í Skagafjörð til þess að kynnast héraðinu og staðhált- um hér. Að þessum athugunum loknum gerði hann tillöguteikningar að gerð minnisvarðans, og líkan eftir þeirri teikningu, er bezt þótti. Þegar hér var komið, lagði nefndin tillögur sínar um framkvæmdir fyrir aðalfund Ungmennasambandsins, sem haldinn var á Sauðárkróki 24. apríl 1948, og ákvað sá fundur endanlega, að minnisvarðinn skyldi reistur á Arnarstapa og byggður eftir líkani því, er Ríkarður Jónsson hafði gert af honum. Fundurinn hvatti ung- mennafélögin til fjáröflunar til framgangs málefni þessu og lagði áherzlu á, að hvers konar stuðningur og fjárframlög væru þakksamlega þegin. Ungmennafélögin hófu nú fjáröflun á ýmsan hátt. Nokkur þeirra lögðu fram fé úr félagssjóðum, en önnur efndu til skemmtanahalds í sama tilgangi. Kom brátt í ljós, að margir höfðu áhuga fyrir því að lciða þetta mál farsællega til lykta og i örugga höfn. Þá hóf nefndin útgáfu silfurmcrkja og hófst sala þeirra á árinu 1951. Byggði nefndin helztu vonir sínar um fjár- öflun á sölu þeirra, enda hafa þau gefið góða raun. Enn munu þau verða til sölu um nokkurt skeið. Allur undirbúningur að hyggingu minnisvarðans hefur að sjálfsögðu tekið alllangan tima og verið marg- þættur. Á þessum átta árum, sem liðin eru síðan minms- varðamálinu var fyrst hreyft innan samtaka ung- mennafélagnna, hafa margir hlutir gerzt, sem liér verða ekki nefndir. Á þessum árum hefur Rikarður Jónsson komið nokkrum sinnum hingað norður til þess að leita að grjóti í varðann og taka ýmsar ákvarðanir um fram- kvæmdir verksins, og margt annað mætti auðvitað tclja, en verður ekki gert að sinni. 8*

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.