Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 20

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 20
116 SKINFAXl Framkvæmdir við byggingu minnisvarðans hófust 23. júní sl. og hefur síðan verið unnið við uppbyggingu hans af miklum dugnaði og hagsýni, og er þessu verki nú að fullu lokið. Ég vil þessu næst nefna nöfn nokkurra þeirra, sem ú einn eða annan hátt hafa unnið að lausn málsins. Stephan G.-nefndin er nú þannig skipuð, að Eyþór Stefánsson er enn sem fyrr formaður hennar. Hafa störfin að sjálfsögðu mest á honum mætt. Aðrir nefndarmenn eru þeir Óskar Magnússon og Guðjón Ingimundarson og hafa þeir báðir átt sæti í nefndinni í'rá upphafi. Auk þeirra eiga nú sæti í nefndinni, þeir Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri og Magnús Gíslason bóndi á Frostastöðum. Ólafur Sigurðs- son bóndi á Hellulandi átti sæti 1 nefndinni um noklcurt skeið, og Gísli bóndi Stefánsson í Mikley var einn nefndarmanna frá því 1950 til vors 1953, er hann lézt. Þar sein allir nefndarmenn eru og hafa verið búsettir í héraðinu, en margháttaða þjónustu og fyrirgreiðslu hefur þurft að inna af höndum í Reykjavík, fékk nefndin Kára Sigurðsson forstjóra í Reykjavík sér tii aðstoðar og samstarfs. Hefur urn margt verið til hans leitað og jafnan leyst úr því með festu og fyrirhyggjr Ríkarður Jónsson myndliöggvari hefur haft mestan veg og vanda af gerð minnisvarðans og rnynda þeirra er á honum eru. Enda hefur nefndin alla tíð haft hann sér til ráðuneytis um ýmsa hluti, svo sem um gerð merkja þeirra, er fyrr voru nefnd. Hróbjartur Jónasson múrarameistari og menn hans hafa, að fyrirsögn Ríkarðs Jónssonar, hlaðið varðann af stakri kostgæfni og vandvirkni, svo að hvergi virðast missmiði á. Þeir hafa haft skannnan tíma til verksins og því unnið langa og stranga vinnudaga. Ymsir hafa orðið til þess að veita málefni þessu fjár- hagslegan stuðning, auk ungmennafélaganna. Má þar fyrst nefna Aljjingi, sem veitti á síðustu fjárlögum 20

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.