Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 21
SKINFAXI 117 þús. króna framlag til þessa verks. Ber l'yrsl og fremst að þakka þingmönnum heraðsins þá fjárveitingu. Einnig veitti sýslunefnd Skagafjarðarsýslu 5 þús. kr. til minnisvarðans á síðasta aðalfundi sínum. Vegagerð ríkisins hefur, að tilhlutan forsætisráð- herra, góðfúslega lagt fram nokkurt fé, til Iagfæringar á umhverfi Arnarstapans, vegna þeirrar röskunar, sem vegagerð hér hjá stapanum liafði orsakað. Ivvenfélag Seyluhrepps varð einna fyrst til þess að veita þessu máli stuðning með 1000 kr. gjöf til minnis- varðans. Er það eina félagið, auk ungmennafélaganna, sem slíkt hefur gert. Síðast þessara stóru framlaga vil ég nefna dánargjöf þá, að upphæð 10 þús. krónur, sem Gísli heitinn Stefáns- son gaf til þessa hugðarmáls síns, en hann átti sæti í nefndinni frá því 1950 og til dauðadags. Sýndi hann málefni þessu ætíð sérstakan velvilja og áhuga, enda einlægur aðdáandi skáldsins. Meðal þeirra mörgu, er greitt hafa götu ])essa máls með merkjasölu, og á ýmsan annan liátt, er Dr. Richard Beck prófessor. Stóðu miklar vonir til þess, að hann gæti orðið hér meðal okkar í dag, og söknum við þess, að svo gat eigi orðið. öllum þeim, er hér hafa verið nefndir, og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa greiit götu ])essa máls, vil ég færa alúðarfyllstu þakkir stjórnar Ungnienna- sambands Skagafjarðar fyrir vel og dyggilega unnin störf. Þá ósk vil ég færa þeim, að hvert það verk, er þeir taka sér fyrir hendur að framkvæma, megi verða af sömu dáð og af sama dugnaði unnið. Ég liefi í stórum dráttum rakið tildrög þess, að við nú fjölmennum hér. Einum áfanga — einu takmarki i starfi Ungmennasambands Skagafjarðar er náð. Stephani G. Stephanssyni hefur verið reistur minnís- varði á Arnarstapa. Ákveðnu verki er lokið, og við fögnum því í dag.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.