Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 22

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 22
118 SKINFAXI 50 ára afmæli dönsku ungmennafélaganna I sambandi við ársþing dönsku ungmennafélaganna (D.D.U.), sem haldið var í Askov 17.—19. júlí í sumar, var minnzt 50 ára afmælis þeirra. Mér veittist sú ánægja að sækja þessa afmælishátíð sem fulltrúi U. M. F. I. Að kvöldi þess 18. júlí kom ég til Askov, og var eitt mitt fyrsta verk að skoða rnerka sýningu, sem opin var í tilefni afmælisins. Sýningin veitti gotl yfirlit yfir sögu og starfshætti D.D.U., og var því bæði fróð- legt og skemmtilegt að litast þarna um. Að ioknurn kvöldverði var efnt til kvöldsamkomu í hátiðasal lýð- skólans. Formaður D.D.U., Jens Marinus Jensen, stjórn- aði samkomunni. Um kvöldið var upplestur og hjónin Hasseris sungu þar tvísöng. Þarna voru mættir fulltrúar fjölmargra félaga í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum, sem haia haft samstarf við D.D.U. og fluttu þeir kveðjur og gjafir. Dönsku æskulýðssamtökin i Suður-Slésvik sunnan þýzku landamæranna gáfu t. d. stóran danskan fána á stöng, og var afhendingarstundin mjög áhrifa- rík. Frá U.M.F.l. færði ég haglega gerðan fundarhamar, útskorin og áletraðán, og fannst mér sæmd að fá að færa svo veglega gjöf og þakka samstarfið á liðnum árum. Sunnudagsmorguninn var gengið í kirkju og var hún þéttsetin. Guðsþjónustunni lauk með altarisgöngu og var allt mjög hátíðlegt. Eftir hádegi hófust svo útihátíðahöld á fallegum og hentugum samkomustað, Skibelund Krat. Jens Marinus Jensen stjórnaði hátíðinni. Þarna voru fluttar ræður (Hans Luro skólastjóri og 0regaard hiskup) og kveðjur frá Suður-Slésvík og Norðurlöndum. Einnig gafst kosl- ur á að lítast um á þessum merka stað undir góðri leiðsögu Eriks Appel fyrrv. þingmanns. Leikfimisýning var og leiksýning á útileiksviði og var þar frumsýnt

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.