Skinfaxi - 01.11.1953, Side 30
126
SKINFAXI
ÍÞRDTTAÞÁTTUR XXVI :
Kúluvarp og kringlukast
í Ijósi nýrra vöðvabeitinga
Á Ólympíuleikunum 1952 var fariö fram úr mörgum metum,
og á þeim tima, sem liðinn er, hafa sum þessara afreka fallið
i skugga fyrir öörum enn frækilegri. Hvar ætlar þetta að
enda, og hvernig stendur á þessari sivaxandi færni og getu?
Fyrri hluta þessarar spurningar leitast ég ekki við að svara.
Hinir færustu lífeðlisfræðingar liafa spreitt sig á lausn lienn-
ar, með rannsókn vöðvafruma og taugaboða, eða hvað megi
verða hámarks álag hinna innri liffæra, en spurningunni um
hámarks getu hins mannlega líkama í vissum íþróttagreinum
er ósvarað.
Síðari hluti spurningarinnar er auðveldari. Vöðvabeitingar-
fræði (Kinesiology) er ung fræðigrein, sem á uppruna sinn
i íþróttum, en hefur færzt frá þeim til ýmissa starfsgreina
hins daglega lífs. Einstaka rannsóknastöðvar í Bandaríkjum
N.-Ameríku og iðjuver þar í landi hafa tekið þessa fræðigrein
föstum tökum, vegna þjóðfélagslegs óvinnings. Aukin vinnu-
afköst. minnkandi atvinnusjúkdómar (yrkesykdomme). Þessar
rannsóknir, og svo kennslan í réttri vöðvabeitingu, hefur færzt
til margra þjóða. T. d. hafa Norðmenn frá þvi síðustu heims-
styrjöld lauk unnið mjög að þvi að kenna verkafólki við ýms-
ar atvinnugreinar rétta vöðvabeitingu.
Margir halda í fáfræði sinni, að aðaltilgangur iþrótta sé
framleiðsla stórra vöðva, þanins brjóstlcassa og hnakkakertr-
ar reisnar. Þeir, sem slíkt hugarfar hafa, gangast fyrir glugga-
sýningum Atlaskerfisins — kerfis, sem er hápunktur þessarar
heimsku. Árangur æfinga samkvæmt Atlaskerfinu — samanber
auglýsingablöð forstjóranna — sést á málböndum, hæltkandi
sentimetrafjöldi ummála vissra likamshluta og vöðva, nema
mittis og mjaðma, sé málböndunum reglulega beitt samhliða
æfingunum!