Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 32

Skinfaxi - 01.11.1953, Síða 32
SKINFAXI 128 1. mynd sýnir Fortune Gor- dien, er hann í ágústmánuði s.l. sumar kastaði 59.28 m. — Myndin er tekin mcð Viooo hraða og samt er hönd og framhandleggur kastarans „hreyfður“. Af því má sjá hinn niikla hraða í sveiflu kastarms- ins. Athyglisverð er reisn lík- amans, snúningur kastfótar í innskeifa stöðu, og hversu vinstri fótur er beinn. 2. mynd sýnir glögglega við- skilnað kringlunnar við hönd- ina, kastfótur hefur lokið spyrnunum og er að lyftast til viðnáms. Athyglisvert, að kastarinn hefur lyfzt á tær vinstri fótar um leið og við- skilnaður við kringluna var framkvæmdur, og hversu hann teygir kastarminn sem lengst til hliðar, til þess að fá sveiflu- arminn sem lengstan. Kúluvarpið: Á Ólympíuleikunum 1952 komu tveir kúluvarp- arar frá Bandar. N.-Ameríku fram á sviðið með nýtt kastlag — nýja vöðvabeitingu — t. d. sigurvegarinn O’Brien (kastaði 17.49 m). Hann er maður um tvítugt og af kastara að vera ekkert áberandi að líkamsburðum. Hann tekur sér stöðu aftast í hringnum, snýr tám kastfótar í þveröfuga átt við kaststefnu (áður var fætinum stigið þvert á kaststefnuna) og liorfir undan kaststefnu og snýr því algjörlega baki við kastplankan- um. Þá beygir hann hné kastfótar og bognar um mjaðmir um leið, svo að hann hallast mjög fram yfir linéð. Vinstri fótur

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.